Úrval - 01.03.1982, Qupperneq 25

Úrval - 01.03.1982, Qupperneq 25
FLÆKTUR f FA LLHLÍFA RB ÖND UM 23 Roux sá þetta allt. Honum var kalt. Fæturnir voru orðnir þungir, líflausir. Við og við sneri hann sér fram á við ef Portier þyrfti að segja honum eitthvað. Honum bárust hvatningar- merki en ekkert annað. En nú var stökkstjórinn kominn í dyrnar á nýjan leik og veifaði vísi- fingri yfir höfði sér. Roux skiidi hvað hann átti við: Þyrla var á leiðinni. Honum kom til hugar að ef til vill yrði einhver látinn síga niður úr þyrlunni þarna í háalofti en hann ýtti þeirri hugsun frá sér, enda fannst honum þetta fjarstæða. Samt rak hann þumalfingurinn út í loftið sem merki um að allt væri í lagi. Portier lokaði dyrunum aftur og var viss um að Roux væri nógu kjark- mikill til þess að taka þátt í þessari björgunartilraun: flestir aðrir hefðu fyrir löngu verið búnir að fara með allt til fjandans með því að losa öryggisfallhlífina í skelfingu sinni. Haefele lenti þyrlunni á flug- vellinum kl 15.19- Nokkrum mínútum síðar kom Rúfenacht og mennirnir tveir ræddu í flýti við Jomini um hvað gera skyldi. Eldsneyti Pilatus-vélarinnar entist tæpast lengur en í hálftíma í viðbót, að því erjomini sagði. Svo sagði hann þeim hvað í ráði væri að reyna. Þeir yrðu að láta hann síga niður fyrir aftan Pilatus-vélina og stöðvast svo nærri að hann gæti náð til stökkvarans sem hékk fastur. Hann yrði þegar hér væri komið að ákveða hvort hann skæri Roux lausan eða reyndi að lyfta honum upp í þyrluna. „Neðar! Meðar!" Klukkan 15.32 klifruðu mennirnir þrxr upp í Alouette-þyrluna og héldu af stað. Roux var kominn með verk fyrir brjóstið en hann var ekki búinn að missa vonina þótt honum liði illa líkamlega. Hann heyrði hávaða í fjarska. Hann færðist nær og stóra rauða Aloette-þyrlan kom allt í einu í ljós út úr þokunni fyrir ofan hann og lækkaði flugið í átt að honum. Hjartað tók að slá örar í brjósti Roux. Hann veifaði til flugmannsins og fór að slá saman fótunum og kippa í ólarnar sem utan um hann voru svo blóðið færi að streyma niður í fæturna á nýjan leik. Hann vildi vera tilbúinn hvaða björgunarleið sem reynd yrði. Búið var að festajomini við vindu- taugina og hann beið eftir merki frá Rúfenacht sem stjórnaði henni. Allt byggðist á því að samstilling flug- vélanna tveggja yrði sem mest. Rúfenacht tók við talstöðinni. Hann horfði á stökkvarann og flugvélina út um opnar dyrnar og myndi gefa nákvæmar fyrirskipanir um stöðuna til flugmannsins síns sem ekkert sá niður fyrir sig nema rauðan og hvítan vængbroddinn til hægri. Mönnunum var öllum ljóst að engan tíma mátti missa. í fyrstu tilraun lentu þeir of hátt — því lengri línu sem Rúfenacht léti renna út þeim mun minni stjórn hefði hann á Jomini sem hékk á enda línunnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.