Úrval - 01.03.1982, Side 26

Úrval - 01.03.1982, Side 26
24 ÚRVAL „Ncðar,” sagði hann hressilega í tal- stöðina. „Neðar, neðar......” Þegar þyrlan var komin í 15 metra fjarlægð frá vélinni sagði hann snöggt: „Kyrr!” Jomini renndi sér út um leið og merkið var gefið. Rúfenacht ýtti á hnappinn á vindunni, sem lét línuna renna út, og Jomini seig hægt niður rétt aftan við stél vélarinnar. Hann lenti í hringiðunni sem myndaðist viS streymið frá vélinni og snerist stjórnlaust á króknum sem hann hékk á. „Neðar!” skipaði Rúfenacht, og Alouette-þyrlan seig enn nær flug- vélinni og Jomini var þar með kominn niður fyrir mesta loftstreymið frá hreyflunum. Flugvélarnar tvær flugu saman eins og væri þeim stjórnað af einni hendi — hverri dýfu og hækkun var fylgt nákvæmlega eftir. Talið upp að þremur Jomini fann að hann kom við axlirnar á Roux með fótunum. Hann rétti út höndina og gaf vindu- stjóranum merki um að láta sig ekki síga neðar. Svo ýtti hann sér frá fall- hlífarlínunum til þess að geta séð niður til Roux sem starði á hann á móti. Orð voru óþörf. Þessu næst lyfti maðurinn, sem hékk neðan í vindu- króknum, upp hnífnum. Roux kinkaði kolli til merkis um að hann skildi hvað var í þann veginn að gerast. Jomini benti honum á öryggisfallhlífma. Roux kinkaði aftur kolli — hann vissi að þrjár sekúndur urðu að líða áður en hann mætti kippa í taugina sem losaði fallhlífina svo hann væri örugglega laus við vélina. Allt hafði verið tekið með í reikninginn. Jomini tók utan um 24 fallhlífar- línurnar með vinstri hendinni og byrjaði að skera. Roux fylgdist náið með hverri hreyfingu. Allt í einu þöndust augu hans út og hann féll. Jomini tók að telja sekúndurnar þrjár í huganum: eitt þusund og einn, eitt þúsund og tveir, eitt þúsund og þrír. Og svo POPP! Á réttu augnabliki sprakk hlífin út eins og blóm og sveif hægt til jarðar. Portier kallaði: „Fallhlífin hefur opnast!” og fagnaðarópin kváðu við. Flugmaðurinn vissi að Roux var laus þegar hann fann flugvélina lyftast upp og léttan titring fara um hana. Hann sneri við og hélt beint að flug- vellinum og lenti þegar aðeins var eftir eldsneyti til 15 mínútna flugs. Roux lenti snilldarvel í kartöflugarði um það bil 5 kílómetra frá flugvellinum — 90 mínútum eftir að hann hafði stokkið út úr Pilatus- vélinni. Þyrlan fylgdist með honum og hann klifraði um borð og bar með sér samanbrotna fallhlífina. Rúfenacht brosti breitt og þrýsti hönd hans. Roux hringdi heim til sín eftir að hafa verið skamma stund á sjúkrahúsi þar sem hann var rannsakaður vegna kuldans og áfallsins sem hann hafði fengið. Faðir hans svaraði í símann:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.