Úrval - 01.03.1982, Síða 32
30
enginn dans á rósum fyrir Neto og
hina marxísku félaga hans. Fjármál
landsins voru öll í ólestri. Þó olíu-
framleiðslan sé nú sú sama og var fyrir
stríð hefur framleiðslan í landinu
ekki komist aftur í samt lag. Kaffí-
framleiðslan Angola var eitt sinn
fjórði stærsti kaffiframleiðandi í
heimi — minnkaði um 80%. Þegar
ríkið tók við vinnslu hinna auðugu
demantanáma minnkaði hún úr 2,2
milljón karötum á ári niður í
500.000 karöt. Útflutningur járn-
grýtis hefur gengið brösótt.. Angola,
sem áður hafði að mestu leyti verið
sjálfu sér nægt í matvælaframleiðslu,
verður nú að flytja inn rúmlega
helming þess sem þörf er á.
Skæruhernaðurinn og uppihald
kúbansks og sovésks herafla í landinu
hefur gleypt meira en 60% af þjóðar-
tekjum Angola og kostar Kreml
jafnvirði 1,6 milljóna Bandaríkja-
dollara á dag.
Þar til 1 september 1979 leit úr fyrir
að veik von væri um samkomulag
milli Neto og Savimbi. En svo fór
Neto, sem vildi nú vinna að því að
losna undan hjálp austantjalds-
ríkjanna, til Moskvu þar sem hann
lést á dularfullan hátt af „eftir-
köstum” skurðaðgerðar sem sagt var
að framkvæmd hefði verið vegna
krabbameins í briskirtli. Eftirmaður
hans varð José Eduardo dos Santos
sem hafði hlotið menntun sína í
Sovétríkjunum. Að sögn Savimbi eru
nú í landinu 25.000 kúbanskir
hermenn, 3000 Austur-Þjóðverjar og
ÚRVAL
1500 Rússar. (Tölur vestrænnar
leyniþjónustu eru lægri).
Savimbi telur óltklegt að hann geti
náð samkomulagi við dos Santos ef
Vesturlöndin sýna ekki meiri vilja til
að aðstoða Angola í frelsisbaráttu
sinni. Hann tekur það skýrt fram að
hann berjist ekki gegn stjórnvöldum í
Angola heldur „rússnesku, austur-
þýsku og kúbönsku nýlenduherliði”.
„Frelsinu er ekki hægt að skipta í
hluta,” segir hann. Barátta hans er
barátta vesturs gegn rastri, ,,en það
erum við hér í Angola sem berjumst
og deyjum.”
Þó að Savimbi sé dynntur vest-
rænni stjórnarstefnu og fylgjandi
frjálsu framtaki telur hann að góð
afrísk stjórn verði að byggjast á
afrískum aðstæðum. Ef hann kæmist
til valda myndi hann helst velja
blandaða kapítalíska og sósíalíska
stefnu. í stuttu máli sagt er Savimbi
þjóðernissinni sem tekur vinum
sínum þar sem þá er að finna. Um
leið og hann fordæmir aðskilnaðar-
stefnuna kaupir hann farartæki,
bensín, mat og lyf frá Suður-Afríku
og hann myndi einnig kaupa þaðan
vopn ef hann ætti þess kost.
Meðal skæruliðanna
Það er ekki auðhlaupið að því að
komast inn í Angola og fylgjast þar
með skæruliðunum og stríði þeirra.
Vorið 1980 var ég í símasambandi við
fulltrúa Savimbi í Frakklandi,
Jeremias Chitunda. Næstu sex