Úrval - 01.03.1982, Side 39
GENIN KLOFIN OG TENGD
menn tilraunir við University of
California í San Francisco, The City
of Hope National Medical Center
nálægt Los Angeles og Genentech,
genasplæsingarfyrirtæki í San
Francisco. Þeir notuðu DNA-röðun
til þess að byggja upp gervi-
insúlíngen úr manni —
erfðafræðingum hafði aldrei tekist að
einangra náttúrulegt insúlíngen —
og síðan splæstu þeir það við bakteríu
til þess að fá það til að fjölga sér.
Þetta tókst. Menn vonast nú til þess
að hægt verði að hefja framleiðslu
insúlíns á þennan hátt í stórum stíl á
næstu tveimur til fímm árum.
Oruggari bóluefni er nú einnig
farið að framleiða með endurröðun
DNA. Sum bóluefni nota menn af
varfærni enn sem komið er vegna þess
að sýklarnir, sem fá þau til að virka,
eru enn nógu sterkir til þess að
orsaka aukaverkanir. Endurraðað
DNA getur komist fram hjá þessum
vanda með því að láta bakteríu aðeins
framleiða skurnhvítu sýkilsins, sem
veldur sjúkdómnum, í nægilegu
magni til þess að koma ónæmiskerfl
líkamans af stað svo hann fari að
framleiða mótefnin gegn sýklinum,
og án þess að þurfa að sprauta í fólk
þeim hluta sýkilsins sem veldur
sýkingunni.
Lyfjafyrirtæki eru nú farin að
framleiða vörur byggðar á DNA-
þekkingunni. Eli Lilly & Company
hefur til dæmis tilkynnt áætlanagerð
varðandi insúlínframleiðslu í stórum
stíl með þessum hætti. Vísindamenn
57
á sviði erfðafræði eru á leið með að
stofnsetja eigin fyrirtæki til þess að
njóta að einhverju hagnaðarins af
sumum þessara uppgötvana. Sér-
fræðingar spá því einnig að ómælan-
legur markaður verði fyrir vörur fram-
leiddar fyrir tilstilli aukinnar
þekkingar manna á DNA, vörur sem
jafnvel tengjast í engu lyfjum eða
læknisfræði. Þar er meðal annars
talað um bakteríur sem hægt verði að
nota til þess að hreinsa upp olíu sem
farið hefur til spillis og einnig komi
til örverur sem auðvelda alls konar
gerviefnaframleiðslu og breyta rusli í
eldsneyti.
Hætturnar
Sumir vísindamenn óttast að hætta
fylgi því að menn vilja nú flýta sér
sem mest þeir mega til þess að nota í
ábataskyni þekkinguna á DNA.
,,Hægt er að hagnast geysilega á
þessu og þetta er í fyrsta skipti sem
líffræðingar fá tækifæri tii þess að fá
eitthvað af hagnaðinum í sinn
hlut,” segir Richard Goldstein, líf-
fræðingur við Harvard. ,,Ö11 helstu
lyfjafyrirtækin, sem hafa um langan
aldur unnið með örverur, hafa
öryggisreglur sem hægt er að treysta.
En lítil fyrirtæki sem aldrei hafa
fengist við neitt þessu líkt spretta upp
á einni nóttu. Ekki er hægt að segja
fyrir um þau mistök sem þar geta
átt sérstað.”
Alvarlegastar geta afleiðingarnar
orðið fyrir starfsmenn sem vinna við
þessa framleiðslu. Samtök manna í