Úrval - 01.03.1982, Side 40
38
ÚRVAL
olíu-, efna- og kjarno'kuiðnaði hafa
lýst áhyggjum sínum vegna
hættunnar sem verkamönnum getur
stafað af DNA-framleiðsluaðferð-
unum og segja að nú hafl enn ein
hættan bæst við.
Það hefur sýnt sig að asbest-, litar-
efna-, skordýraeiturs- og gervi-
hormónaframleiðsla hefur alvarleg
áhrif á heilsufar þeirra sem við hana
vinna.
The National Institutes of Health
(NIH), sem fjármagnar að stórum
hluta DNA-vinnuna, hefur stofnað
nefnd til þess að fylgjast með því að
öryggi sé tryggt í hvívetna og hefur
bannað ákveðnar tilraunir. En 80-
85% af öllum tilraunum fara þó enn
fram í venjulegum rannsóknarstofum
þar sem starfsmenn koma og fara og
þar sem öryggisráðstafanir eru í lág-
marki. Aðeins tilraunir — eins og til
dæmis ígræðsla gena sem tengjast
vírusum og eiturefnum — fara fram í
sérstaklega til þess gerðum
rannsóknarstofum.
Framtíðarvonir
Flestir vísindamenn halda því fram
að sjö ár á sviði DNA-rannsókna —
og margra áratuga venjulegar
rannsóknir — hafl sannað að hættan
sé lítil. „Lyfjaframleiðendur hafa
búið til alls konar efni, þar á meðal
mótefni við gulu, taugaveiki og
barnaveiki, og fá dæmi eru um slys,”
segir Stanley Falkow, örveru-
fræðingur við Stanford. Þegar tillit er
tekið til þeirra stórkostlegu framfara
sem þessar rannsóknir geta haft í för
með sér fyrir mannkynið virðist
flestum vísindamönnum ávinn-
ingurinn langt umfram áhættuna
sem taka þarf.
Til dæmis má nefna að
vísindarnenn eru sannfærðir um að
með þessum aðferðum verði hægt að
hefja genaígræðslu í menn áður en
mörg ár eru liðin. Árið 1979 notuðu
W. French Anderson og starfsbræður
hans við NIH og Rockefeller háskóla
DNA-aðferðina við að sprauta geni,
sem sér um að framleiða hemóglóbin
í mönnum, í músavefí í ræktun.
Snemma árs 1980 höfðu músa-
frumurnar margfaldast milljón
sinnum og hemóglóbinið var enn
fyrir hendi og starfaði að hluta til.
Næsta skrefið verður að sprauta virku
hemóglóbin-geni í lifandi mús til
þess að sjá hvort genið tekur við sér og
fær músina til þess að lifa af
blóðleysið. Anderson telur að
innspýting gena í menn sem einnig
þjást af blóðleysi af erfðafræðilegum
ástæðum geti átt sér stað í náinni
framtíð.
Igræðsla í menn er aðeins eitt af því
sem getur átt eftir að fylgja í kjölfar
DNA-tækninnar. Með þessari tækni
hefur vísindamönnum einnig auðnast
að öðlast enn dýpri skilning á stærstu
leyndarmálum líkamans og leyndar-
dómum sjúkdómanna — þar með ef
til vill talið krabbameinið.
,,Sumir halda því fram að krabba-
mein stafí af óeðlilegri gena-
tjáningu,” segir Michael Harpold við