Úrval - 01.03.1982, Side 40

Úrval - 01.03.1982, Side 40
38 ÚRVAL olíu-, efna- og kjarno'kuiðnaði hafa lýst áhyggjum sínum vegna hættunnar sem verkamönnum getur stafað af DNA-framleiðsluaðferð- unum og segja að nú hafl enn ein hættan bæst við. Það hefur sýnt sig að asbest-, litar- efna-, skordýraeiturs- og gervi- hormónaframleiðsla hefur alvarleg áhrif á heilsufar þeirra sem við hana vinna. The National Institutes of Health (NIH), sem fjármagnar að stórum hluta DNA-vinnuna, hefur stofnað nefnd til þess að fylgjast með því að öryggi sé tryggt í hvívetna og hefur bannað ákveðnar tilraunir. En 80- 85% af öllum tilraunum fara þó enn fram í venjulegum rannsóknarstofum þar sem starfsmenn koma og fara og þar sem öryggisráðstafanir eru í lág- marki. Aðeins tilraunir — eins og til dæmis ígræðsla gena sem tengjast vírusum og eiturefnum — fara fram í sérstaklega til þess gerðum rannsóknarstofum. Framtíðarvonir Flestir vísindamenn halda því fram að sjö ár á sviði DNA-rannsókna — og margra áratuga venjulegar rannsóknir — hafl sannað að hættan sé lítil. „Lyfjaframleiðendur hafa búið til alls konar efni, þar á meðal mótefni við gulu, taugaveiki og barnaveiki, og fá dæmi eru um slys,” segir Stanley Falkow, örveru- fræðingur við Stanford. Þegar tillit er tekið til þeirra stórkostlegu framfara sem þessar rannsóknir geta haft í för með sér fyrir mannkynið virðist flestum vísindamönnum ávinn- ingurinn langt umfram áhættuna sem taka þarf. Til dæmis má nefna að vísindarnenn eru sannfærðir um að með þessum aðferðum verði hægt að hefja genaígræðslu í menn áður en mörg ár eru liðin. Árið 1979 notuðu W. French Anderson og starfsbræður hans við NIH og Rockefeller háskóla DNA-aðferðina við að sprauta geni, sem sér um að framleiða hemóglóbin í mönnum, í músavefí í ræktun. Snemma árs 1980 höfðu músa- frumurnar margfaldast milljón sinnum og hemóglóbinið var enn fyrir hendi og starfaði að hluta til. Næsta skrefið verður að sprauta virku hemóglóbin-geni í lifandi mús til þess að sjá hvort genið tekur við sér og fær músina til þess að lifa af blóðleysið. Anderson telur að innspýting gena í menn sem einnig þjást af blóðleysi af erfðafræðilegum ástæðum geti átt sér stað í náinni framtíð. Igræðsla í menn er aðeins eitt af því sem getur átt eftir að fylgja í kjölfar DNA-tækninnar. Með þessari tækni hefur vísindamönnum einnig auðnast að öðlast enn dýpri skilning á stærstu leyndarmálum líkamans og leyndar- dómum sjúkdómanna — þar með ef til vill talið krabbameinið. ,,Sumir halda því fram að krabba- mein stafí af óeðlilegri gena- tjáningu,” segir Michael Harpold við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.