Úrval - 01.03.1982, Side 45

Úrval - 01.03.1982, Side 45
ER FJALLAKLIFRIÐ ÁHÆTTUNNAR VIRDI? 43 út frá sléttum klettaveggnum.snúast næstum letilega í hringi í loftinu og lenda svo enn einu sinni á klettunum, með höfuðið á undan, áður en hann þeyttist loks niður í trjátoppana fyrir neðan. Ég hrópaði á hjálp. Ég heyrði raddir frá gönguleið ekki langt í burtu. ,,Við erum að koma!” hrópaði einhver. , ,í trjánum! kallaði égámóti. Ég settist niður og sagði við sjálfan mig: Sittu hérna og bíddu eftirþvíað einhver komi og bjargi þér. Þeir geta komist upp fjallið hinum megin og látið svo kaðal síga niður til þín frá tindinum. Ég var ekki fyrr búinn að gefa sjálfum mér þetta góða ráð en ég stóð á fætur og fór að klifrast upp klettana í áttina að tindinum. Farðu varlega, sagði ég við sjálfan mig, en þó fannst mér ég næstum hlaupa. Þegar ég var kominn upp á tindinn klifraði ég niður þessa 24 metra hinum megin og var kominn niður á jafnsléttu. „Hvar er hann?” spurði æstur göngumaður mig. ,,í trjánum!” kallaði ég ámóti. Við leituðum eins og óðir værum. Loks heyrðist einhver kalla: „Hér er hann!” Gabe lá á grúfú með útteygðar hendur og fætur. Línan, útötuð í blóði, var enn vafln utan um hann. Botninn var farinn úr gallabuxunum og önnur rasskinnin var skröpuð eins og hné á litlu barni sem dottið hafði illa á gangstéttinni. Mig langaði til þess að ganga til hans og snerta hann en ég gat ekki fengið mig til þess. Eg settist og grét. UM HAUSTIÐ FÖR ég til Harvard. Þegar ég heyrði að þar væri starfandi fjallgönguklúbbur og í honum væru vanir fjallgöngumenn, sem meira að segja hefðu kliflð Mount Logan x Youkon í Kanada, var ég ekki lengi að velja átrúnaðargoð mín í þessum skóla. Af einhverjum óþekktum ástæðum fór svo að enginn fékk að vita um Gabe. Minningunum um daginn á First Flatiron tengdist ekki aðeins ótti heldur líka sektartil- finning og skömm — eins og það sem hafði gerst væri einhvern veginn sið- ferðilegur eða jafnvel saknæmur glæpur. Hvað sem því leið steypti ég mér út í starfsemi klúbbsins. Þegar ég var tvítugur hafði ég klifið McKinley eftir nýrri leið og eitt sumarið kenndi ég klifur í Colorado Outward Bound School. í rauninni var McKinley-ferðin gaman eitt í samanburði við aðra stóru ferðina mína — 40 daga misheppnaða ferð með félaga mínum, Don Jensen, á Mount Deborah í Alaska. Allt annað árið mitt í skólanum höfðum við Don verið að skipuleggja aðra fjallaferð sem átti að vera uppbót á þá fyrri. í janúar vorum við búnir að velja leiðina: við ætluðum að reyna við vesturhlíðar Mount Huntington, sem einnig er í Alaska, en þá leið hafði enginn farið áður. í mars vorum við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.