Úrval - 01.03.1982, Qupperneq 46
44
ÚRVAL
búnir að samþykkja að Matt Hale,
sem var kominn ári lengra í skóla en
ég og klifraði oft með mér, skyldi
koma með okkur sem þriðji maður.
Sem fjórða mann vorum við að hugsa
um að hafa Ed Bernd sem einnig var á
öðru ári í háskólanum en hafði ekki
stundað fjallaklifur nema í rúmt ár.
Aldrei hef ég verið jafnupptekinn
af nokkru verkefni. Hugurinn var
allur í Alaska-fjöllunum. Þó gerðist
það einu sinni þetta vor að ég losnaði
augnablik undan þessum álögum,
nógu lengi til þess að heyra rödd í
hjarta mínu segja: Þú veist vel að
þetta er ferð sem gæti dtt eftir að
kosta þig lífið, Dave. Ég hinkraði við
og gerði upp hug minn og samviskan
svaraði: Þetta er sannarlegaþess virði.
Eina helgi í mars vorum við Matt
með hóp fólks í xsklifri á Mount
Washington í New Hampshire. Tveir
þeir reyndustu í ferðinni voru Craig
Merrihue, sem var við framhaldsnám
í háskólanum og hafði klifið í Andes-
fjöllum og Karakoram, og Dan
Doody, hæglátur, hugsandi kvik-
myndagerðarmaður sem nýlega hafði
tekið þátt í bandarísku Everest-
ferðinni. Sandy, kona Craigs, var
einnig með í ferðinni.
Matt og ég fórum á undan, sinn
með hvora línuna og á henni hóp
byrjenda sem nú héldu upp Odells
Gully og voru í æfíngakennslu. Um
hádegisbilið heyrðum við kallað
neðan úr gljúfrinu. „Einhver er að
kalla á hjálp,” hrópaði ég til Matts.
Ég renndi mér niður öryggislínuna
og hljóp niður í gljúfrið. Maðurinn,
sem ég mætti, hafði séð eitthvað sem
líktist „fatahrúgu” renna fram hjá
sér. Hann vissi að það voru manns-
líkamar sem hann hafði séð og hann
sá hvar þeir höfðu runnið og henst
niður ailt frá Pinnacle Gully. Doody
og Merrihue höfðu verið að klifra þar
uppi.
Eg kom fyrstur að mönnunum.
Dan var verr farinn, stór hluti af
höfðinu rifínn í burtu. Líkami hans
var enn volgur en ég var viss um að
hann væri látinn. Mér fannst ég finna
æðaslátt á úlnlið Craigs svo ég reyndi
að stöðva blæðingarnar og hóf munn
við munn aðferðina. Matt kom fljót-
lega og fór að fást við Dan og svo
komu hinir og reyndu að hjálpa til.
Ég vissi eftir fímm mínútur að
mennirnir væru báðir svo illa farnir að
enginn gæti bjargað þeim. Blóð-
missirinn var allt of mikill.
I eitt skiptið varð mér litið upp og
sá þá Sandy Merrihue, konu Craigs,
þar sem einn úr hópnum var að segja
henni hvernig komið væri. Ég sé enn
fyrir mér andlit hennar þegar hún
heyrði hvað gerst hafði og ég man að
mér varð ljóst að þetta var harmur
sem ég hafði ekki áður kynnst.
Næstu vikur á eftir fóru fram
minningarathafnir og mikið var rætt
um hvað komið hefði fyrir og orsakað
slysið. Laus ísskrúfa hafði fundist á
línunni milli Dan og Craig. Ég var þó
staðráðinn í því að láta þetta slys ekki
koma í veg fyrir að ég klifi
Huntington eins og ákveðið hafði