Úrval - 01.03.1982, Page 50
48
ÚRVAL
,,Svörtu demantarnir” eru sjaldgæft og dýrt lostæti
enda eftirsóttir af sælkerum.
KtJLUSVEPPIR ERU
LOSTÆTI
William Kearns —
iK
ilC
itC
5K
ití
V
ið vorum fjögur sem
tróðumst inn í bílinn:
v/
(ji Raymond Labro,
iji. Marcelle, 82ja ára gömul
ijiiÍSÍCÍKÍjí frænka hans, og Louise
auk mín. Marcelle frænka ók bílnum
en Raymond var við hlið hennar. Ég
sat í aftursætinu og reyndi að koma í
veg fyrir að Louise, 180 kílóa grís,
kæmist í framsætiðtil að éta samlokur
og geitarost sem við höfðum í nesti.
Við ætluðum að tína kúlusveppi.
Raymond er nágranni minn og hann
elskar kúlusveppi út af lífinu. Hann
fer árlega að tína kúlusveppi nálægt
Sarlat sem er markaðsborg í hjarta
Périgord.
Nú eru kúlusveppir svo sjaldgæfir
að sveitamenn kalla þá „svörtu
demantana” — og það verður að
grafa þá upp milli fyrsta og síðasta
frostsins svo að tíminn var næstum
úti þegar við hófum leit okkar í mars.
„Louise finnur kúlusveppina, ef
einhverjir eru eftir,” sagði Marcelle
frænka. ,,Hún er fæddur sveppa-
leitari.”
Raymond sagði mér að flest svín
væru hrifín af sveppum — sérstaklega
gyltur því að þær eru þefnæmari en
geltir. Raymond bætti því við að það
væri nauðsynlegt að ala gyltuna
þannig að hún fengi kúlusveppi af og