Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 55
KÚLUSVEPPIR ERU LOSTÆTI
53
Rétt um það bil sem ég var að
gefast upp á að fá að sjá kúlusveppi
skipta um hönd kom feitlaginn
maður og sagði lágt: „Áttu
eitthvað Já”.........., ,Stóra? ”..
„Nógu stóra”... „Hvað kosta
þeir ? ”..„Lítið ”.... Svo var eitthvað
hvíslað. „Of dýrt,” sagði maðurinn.
Bóndinn óð með höndina niður í
hnetuhaug og dró upp lítinn poka
sem var fullur af kúlusveppum. Hann
setti nokkra í rósóttan vasaklút og brá
honum fyrir vit mannsins. Svo bauð
hann öðrum að þefa. „Þetta er fyrsta
flokks,” sögðu allir.
Mennirnir stóðu þarna í hálftíma
eða svo áður en gert var út um
kaupin. Ég stóð og horfði á þá. Það
var einhver undarlegur hrifningar-
svipur á andlitum þeirra sem ég var
farinn að kannast við. Það var sami
svipurinn og kom á Louise þegar hún
byrjaði að róta með trýninu í jörðina
undir kúlusveppatré.
Aðmírállinn var í óformlegri heimsókn á einu skipa flotans og talaði
frjálslega við skipverja. Við einn sjómanninn sagði hann: „Hvað
myndirðu gera ef maður félli fyrir borð? ’ ’
Án þess að hugsa sig um sagði hann: „Slá í viðvörunar-
bjölluna og kasta út bjarghring. ’ ’
„En ef þetta væri einn af liðsforingjunum ? ’ ’
Eftir stutta þögn spurði sjómaðurinn: , ,Hver þeirra?’ ’
Næst þegar kunningi þinn stingur upp á að þið gerið eitthvað „á
stundinni” óundirbúið og þú byrjar að segja: „Æ, ég get það
ekki....,” stansaðu þá. Spurðu þig heldur hvort þú hafir efni á að
segja endalaust: „Æ, ég get það ekki.....” Hlustaðu á barnið í
sjálfum þér og láttu það ráða.
— Wayne Dyer
Járnbrautaryfirmaður nokkur hafði fengið harðar ákúrur fyrir að taka
upp á eigin spýtur ákvörðun sem þótti ekki samræmast settum
reglum. Tveim dögum síðar sendi hann eftirfarandi símskeyti til
aðalstöðvanna í Bombay: „Tígrisdýr stökk upp á lestina, át lestar-
stjórann og kyndarann, tróðst síðan inn í einn vagninn og drap sex
farþega. Bíð eftir fyrirmælum.”
— Le Bureau du Rire