Úrval - 01.03.1982, Page 58
56
ÚRVAL
Eitthvað hefur breyst á stundatöflu uppvaxtarins. Þjóð-
félagsumrót, upplausn fjölskyldunnar, sjónvarp og
kvikmyndir hafa stuðlað að því að börnin eru nú of
veraldarvön löngu fyrir aldur fram.
— Marie Winn —
SAKLEYSI
BERN SKUNNAR
KVATT
inu sinni svaf 12 ára
-)K- ímynduð stúlka frá Nýja-
'(j)' Englandi, Lolita að
m) nafni, hjá miðaldra
evrópskum mennta-
manni, Humbert Humbert. Þetta
athæfi hneykslaði bandarískt
velsæmi. The New York Times
kallaði skáldsögu Vladimirs
Nabokovs, Loltta, „viðbjóðslega”
árið 1958. Almenningur var viti sínu
fjær af reiði vegna tilhugsunarinnar,
ekki einungis um kynllfsiðkun svo
ungrar stúlku heldur og um svo
lífsreynt, léttúðugt og óbarnslegt
barn.
Lolita kemur mun kunnuglegar
fyrir sjónir í dag: Það leikur enginn
vafi á því að tólf ára stúlkur á níunda
áratugnum eiga meira sameiginlegt
með sögupersónu Nabokovs, í það
minnsta hvað snertir þekkingu á
lífinu, en saklausu verunum með
tíkarspena, hrufluð hné og fullum
trúnaðartrausts, eins og börnin voru
fyrir fáeinum árum.
Eitthvað hefur breyst á stundatöflu
bernskunnar og áhyggjur foreldra eru