Úrval - 01.03.1982, Síða 59
SAKLEYSIBERNSKUNNAR KVATT
57
auðsæjar. Móðir barna sem ekki hafa
náð unglingsaldri hefur eftirfarandi
að segja. „Kvöld eitt, þegar ég var
lengi burtu, voru krakkarnir á fótum
og horfðu á Midnight Blue (djarfan
sjónvarpsþátt) í kapalsjónvarpi.
Daginn eftir fóru þeir að lýsa fyrir
mér öllu sem þeir sáu í þættinum.
Það hefði aldrei hvarflað að mér að
segja móður minni frá svona nokkru
— hún hefði fengið slag. ’ ’
Hvað var það sem máði út mörkin
milli bernsku og fullorðinsára?
Breytingarnar hafa gerst of hratt til að
hægt sé að kenna því um að börnin
þroskist fyrr nú en áður. Kynþroska-
aldurinn er að vísu þremur árum
lægri nú en um miðja nítjándu öldina
(flestir sérfræðingar álíta það stafa af
bættu fæði) en lækkunin hefur gerst
smám saman. Jafnvel fyrir 20 árum
voru hugmyndir okkar um bernskuna
nær því sem þær vom í tíð langa-
langaafa okkar en þeim sem ríkjandi
emí dag.
Án efa hefur umrót sjöunda
áratugarsins — fjölgun hjóna-
skilnaða, upplausn fjölskyldunnar,
aukið frelsi kvenna veikt varnir þær
sem börn nutu gegn ótímabærri
reynslu. En fyrst og fremst er það
sjónvarpið sem hefur matað börnin
óspart á þekkingunni. Sjónvarps-
gláp er í raun óheft á langflestum
heimilum. Börnin stilla á sápu-
ópemr, umræður um nauðganir og
fóstureyðingu, heimildarþætti um
mannlega eymd, þjáningu og
dauða, fréttaþætti sem gera sér mat
úr öngþveiti og glæpum, gamanþætti
sem skopast að og gera lítið úr körlum
og konum eins og foreldmm þeirra.
Þetta gerir það ekki einungis að
verkum að börnin verða veraldar-
vanari og gagnrýnni heldur er það
sjálft sjónvarpsglápið klukkustundum
saman sem tekur tíma frá þykjustu-
leikjunum sem vom eitt sinn aðall
bernskunnar.
Hvarvetna má sjá merki um breytta
afstöðu til barna í þjóðfélaginu. I
sjónvarpsauglýsingum dilla tíu ára
börn mjöðmunum eftir dúndrandi
diskótónlist og hin unga leikkona,
Brooke Shields, les tvíræðan
auglýsingatexta: „Veistu hvað kemst
á milli mín og Calvins gallabuxnanna
minna? Ekkert.” Heilsíðu auglýsing í
tímariti ætluðu forsvarsmönnum
skemmtanalífsins sýnir lostafullan