Úrval - 01.03.1982, Page 64
62
ÚRVAL
Sérfrœðingar í nýrri grein læknisfræðinnar, atferlis-
fræði, hafa endanlega sýnt fram á nokkuð sem margir
læknar hafa lengi rennt gruyi í: að við getum betur
sloppið við sjúkdóma með því að hyggja vel að
andlegu ástandi okkar ekki síður en líkamlegu.
TILFINNINGALIF OG
HEILSA
— Peter Michelmore —
ÍKÍKSföHí egar hjónin Jack og Edith
(!) Corcoran létu lífið í flug-
Cj) slysi voru börnin þeirra
fjögur harmi lostin.
víf Vikurnar liðu og elstu
börnin þrjú, rúmlega tvítug að aldri,
reyndu að sigrast á sorginni á þann
hátt að deila minningunum og gera
með sér samkomulag um að heiðra
nafn foreldra sinna með því að standa
sig frábærlega í háskólanámi og starfi.
En Mary, sem var í menntaskóla,
neitaði að taka þátt x þessum fjöl-
skyldufundum. Hún var óhuggandi
og dró sig inn í dimma og þrönga
skel sína. Tveimur mánuðum síðar
var henni ekið í ofboði á sjúkrahús
með alvarlegt asmakast.
Á gjörgæsludeildinni gátu systkini
hennar af mikilli varfærni fengið
hana til að upplýsa hve mjög hún
hafði jafnan reitt sig á samþykki og
hvatningu foreldra sinna. Þegar
þeirra naut ekki lengur við varð hún
eins og rekald í tilgangslausri tilveru.
Þau sögðu Mary frá samkomulaginu.
Hún var einnig hluti af Corcoranfjöl-
skyldunni og varð að halda áfram að
lifa lífinu. Skömmu síðar batnaði
henni asminn. Mary útskrifaðist úr
háskóla fjómm ámm seinna og var
efstí hópnum.
Þetta tilfelli var tekið úr skýrslum
geðlæknis frá Seattle, dr. Don
Dudley, sérfræðings í nýrri grein
læknisfræðinnar, atferlisfræði. Það er