Úrval - 01.03.1982, Page 85
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDI
83
—-
BARENTS
BARENTS
SEA
iKOLA
NORWAY
Murmansk
Stockholm.
LAKE
INARI
'.VLATVIA
Verkhnetulomskiy
KOLA
NORWAY
Karesuando,
LAKE
LOKKA
Kuttainen
FINLAND
SWEDEN
ákveðið að hætta öllu og flýja föður-
land sitt. Hann var að kaupa lestar-
miða til Múrmansk, í norðvesturhluta
Sovétríkjanna, þaðan sem hann
ætlaði að fara fótgangandi til finnsku
landamæranna og yflr þau.
Fljótt á litið var þessi lágmælti,
hæglætislegi maður ekki líklegur til
að taka svona örvæntingarfulla
áhættu. Hann var meðalmaður á
hæð og vöxt. Hann var rólyndis-
legur, með „menntamanna-
gleraugu” og sítt ljóst hár sem benti
frekar til þess að hann væri ekki mjög
ákveðinn. En undir þessu yfirborði
voru þrautþjálfaðir vöðvar, styrktir
með löngum, miskunnarlausum
fjalla- og gönguferðum og erfiðis-
vinnu. Einbeitnin skein úr bláum
augunum og það var ekkert
veiklulegt við andlitsdrættina undir
nýsprottnu skeggi. Enda varð ekki
ákvöðun á borð við þá sem Alexander
hafði tekið skýrð með öðru en gagn-
takandi sannfæringu og járnvilja. En
nú, þegar teningunum var kastað,
fann hann aðeins til einmanaieika.
Hann hafði nógan tíma til að íhuga
málið meðan hann beið þess að
komast að miðasölunni. Honum
fannst það kaldhæðnislegt að jafnvel
til þess að komast af stað til að flýja
þurfti að bíða löngum stundum i
biðröð — rétt eins og maður stillir sér
í biðröð til að fá kartöflur, blýanta