Úrval - 01.03.1982, Page 86

Úrval - 01.03.1982, Page 86
'84 ÚRVAL eða raunar hvað sem kaupa þarf í Sovétríkjunum. Þegar röðin kom að honum keypti hann ódýrasta svefnmiða til Múrmansk. Lestin átti að leggja upp snemma morguns 19. ágúst. Næstu fjóra dagana var Alexander á rölti milli smábúða í bakgötum til að kaupa sér búnað til ferðarinnar. Hann seldi dýrmætar eðlisfræði- bækurnar þótt honum væri það ekki sársaukalaust, en þannig aflaði hann f)ár til að kaupa sér ljós, sög, klofhá stígvél, veiðibúnað og efni til að fæla moskltóflugurnar. Gömlu göngu- skórnir hans yrðu annars að duga og sömuleiðis bakpokinn — hann hafði ekki efni á að endurnýja þessa hluti. Nestið var heldur ekki ýkja beysið — fjögur og hálft kíló af tólg og osti, nokkur kíló af rúgbrauði, sem hann skar 1 þunnar sneiðar og þurrkaði, te og sykur. Eini lúxusinn voru tólf plötur af mjög dýru súkkulaði. Öllum vistum pakkaði hann í vatns- helda poka. Þeir eru ekki margir sem reyna að flýja Sovétríkin. Og þeir eru annað- hvort djarfir eða fífldjarfir. Flestir þeirra eiga sér hjálparmenn og búa sig af kostgæfni undir flókna áætlun. Alexander var bláfátækur og skipu- lagði eins lítið og hugsast gat. Hann ætlaði einfaldlega að ganga til landa- mæranna og finna þar einhverja aðferð til að komast yfir. Sér til aðstoðar hafði hann venjulegt ferða- mannakort. Smáatriðakort af þessu svæði lágu ekki á lausu fyrir almenning og hann tók ekki þá áhættu að særa þannig kort út úr stjórn fjallamannaklúbbsins. Það varí samræmi við lunderni hans að vera aleinn í sínum framkvæmdum og undirbúningi þeirra. Hvort sem hann sigraði eða biði ósigur hafði hann þó ekki flækt neinn í málið með sér. Ekki var mikið um fjölskyldubönd til að halda í hann. Faðir hans, herflugmaður, var látinn fyrir sautján árum. Móður hans þótti vænt um hann en hann hafði fyrir löngu hætt að reyna að deila skoðunum sínum með henni. Hún trúði því skilyrðis- laust að sovéskir valdhafar hefðu alltaf rétt fyrir sér. Hann sagði henni að hann ætlaði í aðra langa fjallaferð — og bældi niður hryggð sína með því að telja sér trú um að einhvern ríma og einhvern veginn myndu þau sjást aftur. Þegar brottfararstundin nálgaðist setti að honum vaxandi kvíða. Eitt áhyggjuefnið var það að þremur vikum áður hafði hann afhent alla sína pappíra — eins og sovéskum þegnum ber — til að fá nýja útgefna. Það var ekki fyrr en laugar- daginn 18. ágúst að hann gat sótt nýju pappírana á lögreglustöðina í heimahverfl sínu. ,,Guði sé lof að þeir eru ekki búnir að læra að lesa hugsanir,” hugsaði Alexander þegar lögreglumaðurinn rétti honum loks pappírana. , ,Ef þeir bara vissu hvert ég ætla með þessi plögg...!” Seinna þetta sama kvöld hélt hann á járnbrautarstöðina með bak-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.