Úrval - 01.03.1982, Side 87

Úrval - 01.03.1982, Side 87
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDl pokann sinn og í honum um 30 kíló af vistum og búnaði, svo sem vindsæng, veiðihníf, öxi, kaðal og gamlan sjónauka. Hann var einnig með samanbrotinn kæjak, gamlan og margbættan eftir margar svaðilfarir. Lestin lagði af stað rétt fyrir tvö um nóttina. I þrjátíu og þrjár klukku- stundir reyndi Alexander að hvílast í almenningssvefnvagninum. Það var komið fram á dag þann tuttugasta þegar lestin rann inn á drungalega stöðina í Múrmansk. Alexander hafði hugsað sér að fara með áætlunar- bílnum til Verkhnetulomskí, um 160 kílómetra suðvestur af Múrmansk, og leggja þaðan upp í gönguferðina. En á bílastöðinni rak hann í rogastans: Engir máttu fara til Verkhnetulomskí aðrir en þeir sem þar áttu heima: Hvernig sem á þessu stóð var líklegast að þetta byndi enda á flótta- tilraun Alexanders því það tæki of langan tíma að ganga til Verkhnetu- lomskí. Sumarið var þegar á enda hér norðan við heimskautsbaug og veturinn gat lagst að fyrr en varði. Nú skipti hver dagur miklu máli svo Alexander hætti á að reyna að kaupa farseðil. Honum til léttis bað enginn um að fá að sá pappírana hans. Hann settist upp í áætlunarbílinn sem fór fram hjá vegartálma án þess að vera gefíð stöðvunarmerki og seint um kvöldið komst Alexander til Verkhnetulomskí. Frá því að Alexander var í útilegu á Kolaskaga árið 1977 vissi hann að um kílómetra frá Verkhnetulomskí var 85 gríðarstórt vatn, Notvatn, sem nær hálfa leið að finnsku landa- mærunum. Þangað stefndi hann og náði þangað um áttaleytið um kvöldið. Þar spennti hann upp kæjakinn, settist upp í hann og reri hljóðlega út á vatnið. Þegar hann var kominn nokkur hundruð metra út á vatnið lagði hann upp árar og hlustaði. Ekkert heyrðist sem benti til þess að honum væri veitt eftirför. í fyrsta sinn í marga daga fór hann að slaka á. Loks var hann almennilega lagður af stað. Vonbrigði Hann kveið ekki langri einmana- legri ferðinni sem framundan var. Allt frá því hann gekk í útivistar- klúbb, 14 ára að aldri, hafði hann stundað útilegur — á stuttum ferðum í nágrenni Moskvu á skólatímanum, fjarlægari og stundum mánaða- löngum leiðöngrum í sumarleyfum. Hann unni náttúrunni og naut þess frelsis að mega reiða sig á sjálfan sig og þurfa ekki að sæta nema fáum fyrirskipunum, boðum og bönnum. Þótt einkennilegt megi virðast var Alexander í upphafi fyrirmyndar sovéskur drengur. í hans augum, eins og svo margra annarra Rússa á þessum dögum, var kommúnisminn eins og skínandi mark að keppa að. En vonbrigðin skullu á þjóðinni eftir að nafn Stalíns féll í ónáð og einmitt hugsjónamennirnir voru þeir sem tóku þetta næst sér. Enginn vina Alexanders trúði lengur á sovétkerfið.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.