Úrval - 01.03.1982, Side 89

Úrval - 01.03.1982, Side 89
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDÍ 87 yfír nyrsta hluta Skandinavíu og hluta af Kolaskaga. Þykkur skógur óx fram á vatnsbakkann og skógarbotninn var þakinn mosa. En Notvatn, sem sums staðar er rúmir átta kílómetrar á breidd, var orðið að ruglingslegu völundarhúsi sunda og renna milli eyja sem ónákvæmt kortið hans sýndi alls ekki. Kortið var ekki einu sinni í réttum hlutföllum. Þegar Alexander vaknaði 22. ágúst var hellirigning. Hann breiddi plastdúk yfír sig í kæjaknum. Þegar hann hafði róið um hríð þennan morgun mætti honum óvænt sjón þegar hann kom gegnum þrönga rennu milli tveggja eyja: á norður- bakkanum lá vír milli tveggja hárra staura — talstöðvarloftnet! Var þetta varðstöð? Hann fálmaði eftir sjón- aukanum til að skoða betur þessa tvo eða þrjá kofa sem stóðu undir loftnetinu en sá engan. Hann setti saman veiðistöngina og kastaði, til að nota sportveiði sem yfirvarp, og lét kæjakinn reka fram hjá húsunum. Það lá við að hann héldi niðri í sér andanum. Utanborðsmótor heyrðist kippt í gang og örskömmu síðar hrópaði einhver: ,,Hver er þar?” Nú gat Alexander ekki lengur þóst ósýnilegur svo hann gægðist undan plastdúknum — og sá vingjarnlegt andlit venjulegs fískimanns. Snemma um kvöldið náði Alexander mynni litlu árinnar Kitsma sem rennur í Notvatn að vestanverðu. En eftir fjórar erfíðar klukkustundir var Alexander aðeins kominn um fímm kílómetra upp eftir ánni móti straumnum, sem víða er mjög harður, auk þess sem áin rennur víða á flúðum og í stokkum. Um morguninn ákvað hann að skilja kæjakinn eftir og hluta af öðrum búnaðisínum. Hann gekk frá kæjaknum í felum uppi á bakkanum og huldi hann með greinum. Hann hafði vonast til að ná til landamæranna á þremur dögum. Nú voru fjórir dagar liðnir og enn voru um áttatíu kílómetrar eftir. Hann lét það ekki á sig fá heldur tók stefnuna á áttavitanum og hélt beint í vestur. Hann fór yfír röð af lágum fjalla- hryggjum sem lágu þvert á göngu- leiðina. Ofan af þeim var dýrlegt útsýni yfír stóra, græna dali með silfurgráum vötnum eða ám á botninum. En þótt Alexander legði hart að sér við gönguna komst hann aðeins um fímmtán kílómetra þann daginn. Hann sá engin merki um mannaferðir, hann var aleinn á eyðisvæði. Um kvöldið át hann tólg og ost og fannst hann hljóta að vera svo fjarri fólki að hann vogaði sér að kveikja eld til að hita sér te. Næstu fjóra daga jókst kvíði hans í réttu hlutfalli við það sem hann nálgaðist landamærin. Snemma kvölds 27. ágúst stirðnaði hann allt í einu upp þegar hann rakst á dádýra- slóð sem menn virtust líka hafa notað. Hörund hans varð sérstaklega næmt — það var eins og það skynjaði
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.