Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 90

Úrval - 01.03.1982, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL hverja hreyflngu og honum fundust eyrun titra við hvert hljóð sem þeim barst. Hann var sveittur og móður undir bakpokanum en reyndi að anda eins hljóðlega og honum var unnt og gætti þess að stíga sem allra léttast til jarðar. Hann fikraði sig áfram eins og útvörður skæruliða. Það var farið að rökkva um tíuleytið þegar hann kom upp á síðasta fjallshrygginn og sá strágulan slóða niðri í dalnum. Nú sá hann að ókunnuglegur, fjarlægur dynur, sem hann hafði heyrt stundu fyrr, hafði verið vörubíll á ferð. Því þessi slóði var bxlvegur. Ekki vissi hann hvert hann lá. Alexander ákvað að hætta engu í myrkri heldur fann hann sér skýli undir föllnu tré. Þar féll hann þegar í fastasvefn, þrátt fyrir óráðna gátu um hvað dalurinn hefði að geyma. Könnun Næsta morgun fékk hann sér dálítið súkkulaði sem sérstakan orku- gjafa. Svo faldi hann hluti sína og lagði varlega af stað ofan eftir hlíðinni. Slóðinn varð smám saman að almennilegum malarvegi. I gegnum sjónaukann sá Alexander háa girðingu sem lá meðfram veginum hinum megin. ,,Ég skal komast,” hugsaði hann. ,,Ég veit ekki hvernig en ég skal komast.’’ Eftir þvf sem hann kom nær varð girðingin óárennilegri hindrun — þótt hann hugsaði sem svo að hún væri ekki eins óárennileg hér og hún hefði verið í mannabyggð. Staurarnir stóðu tvo og hálfan metra upp úr- jörðinni og á þá voru strengdir tólf samsíða gaddavírsstrengir. Efst á þá var fest metralöng þverspýta með sex samsíða gaddavírsstrengjum. Alexander fikraði sig nær. Sérhver Rússi veit að staðir sem þessi eru undir eftirliti varðmanna, radar- tækja eða rafeindaskynjara. En hann varð að taka áhættuna í þeirri von að landamæragirðing á svo fjarlægum og fáförnum stað væri undir minni gæslu en annars staðar. Ekkert hreyfðist eða gaf frá sér hljóð annað en léttur andvarinn. Hann valdi sér stað bak við stein í svo sem tuttugu metra fjarlægð frá girðingunni og virti hana fyrir sér. Hann sá að gaddavírinn var festur við staurana með svörtum, ferhyrndum plastfestingum. Sennilega voru þær til einangrunar. Það gat þýtt að girðingin væri rafmögnuð þannig að ef tveir strengir væru snertir samtímis gæfu þeir viðvörun á næstu varðstöð. Milli vegarins og girðingarinnar var tveggja metra breitt sandbelti — hreint, slétt, nýrakað. Hvert fótspor á þessu belti myndi uppgötvast þegar í stað. Hvernig var hægt að komast öðruvísi að girðingunni? Kannski hjá brúnni þarna. Skammt undan lá vegurinn yfir lítinn læk sem rann undir girðinguna. En vatnið var of grunnt og brúin of lág til þess að nokkur leið væri að skríða þar undir — ekki einu sinni fyrir barn. Þar að auki hafði sver raftur verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.