Úrval - 01.03.1982, Síða 93

Úrval - 01.03.1982, Síða 93
GÖNGUFERÐ FRÁ RÚSSLANDI 91 eftir honum með byrði sína. Hann reyndi að feta sig áfram stein af steini. Hann var rennsveittur. Honum veitti ekki af öllum þessum nýfengna þrótti til að halda áfram, án þess að hvíla sig á fárra metra fresti. Það þurfti ýtrustu gætni og krafta til að komast fram hjá spreka- hrúgunni án þess að aflaga hana. Þegar hann var kominn upp á brúna skildi hann bakpokann eftir á henni og sneri til baka til að ná í trén. Fótsporin vom skelfilega áberandi á brúnni. Hann skreið til baka og þurrkaðiþau út. Klukkuna vantaði kortér í tólf. Ef verðirnir höguðu séreins og í gær fóm þeir fjórar eftirlitsferðir — síðla nætur, um tíuleytið að morgni, fjögur síðdegis og eina enn undir myrkur — til að skoða girðinguna, sandrákina og kvistahrúguna. Tíuvaktin fór fram hjá meðan Alexander var að bera dótið sitt ofan eftir svo hann hafði væntanlega nokkurra klukkustunda frið. En samt ímyndaði hann sér hvað eftir annað að hann heyrði verðina vera að koma. Álagið var gífurlegt. Eins og ósjálfrátt hélt hann samt áfram ætlunarverki sínu með hraða og fimi. Hann skorðaði sverari endana milli bjálka í brúnni. Mjórri endana lagði hann að ysta raf- strengnum sinn hvomm megin við þverspýtu á staurnum á móti. Hann reyndi styrkleikann, setti svo á sig bakpokann og litaðist um. Nú var lífið svo sannarlegaí veði. Svo fór hann að fikra sig upp. Næstum þegar í stað var ekkert fyrir neðan hann annað en votur sandurinn. Ef hann hefði heppnina með sér yrðu engin verksummerki eftir. En ekki þurfti nema örlitla óheppni til að í sandinn kæmu óafturkallanleg og augljós merki. Öll hans einbeitni beindist að næsta hnykk upp eftir trjánum og hann skynjaði hvorki tíma né rúm. Það tók hann allmargar mínútur að komast svo hátt að ekki var nema svo sem metri eftir upp að gaddavírnum. Hann lagði stoppaða jakkann sinn yfir vírana til að rífa ekki stígvélin á göddunum. Svo rykkti hann sér síðasta spottann — og var nærri dottinn þegar þverspýtan riðaði undan þunga hans. Það þurfti tals- verða jafnvægislist til að bjarga honum en það var eins og líkaminn skynjaði þetta og færi að sínum eigin lögum, utan við meðvitaðan vilja mannsins sjálfs. Meðan hann rétti úr datt honum nokkuð spaugilegt í hug: Ef varð- mennirnir kæmu núna myndi hann í þeirra augum vera líkastur fugli á símalínu! Hann tók bakpokann af sér og kastaði honum niður í lækinn hinum megin. Við það var hann rétt dottinn aftur. Svo kom hann sér eins vel fyrir og hann gat og dró trén upp á eftir sér, hvort á eftir öðm. Þverspýtan var of illa fest til þess að hann gæti tekið þá áhættu að stökkva niður af henni. Hann varð að koma trjánum fyrir í
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.