Úrval - 01.03.1982, Side 119
ÉG OG ÁHYGGJURNAR MÍNAR
Án áhyggnanna væri lífið kannski
hamingjuríkara, en miklu leiðin-
legra. Tökum til dæmis gleymskuna.
Maður getur gripið til hennar hvenær
sem er. Oft gerir maður það þegar
maður ætti að vera sem ánægðastur.
Það bætir kryddi á spenninginn sem
ríkir þegar lagt er upp í ferðalag.
Hefurðu munað eftir að loka bað-
herbergisglugganum? Hefurðu lokað
köttinn inni í gróðurhúsi? „Auðvitað
skiptir þetta máli,” segir þú við sam-
ferðamennina. ,,Við verðum að snúa
við og gá” og finnur köttinn sitjandi
á ruslafötunni (í gróðurhúsinu) og
alla glugga aftur.
Nú, svo geturðu haft áhyggjur af
því hvort þú komist um borð í vélina,
vegna þess að á leiðinni út á flugvöll
veltirðu því fyrir þér hvort þú hafir
sett vegabréfið í möppuna, og
hafirðu gert það hvort mappan sé nú
áreiðanlega í skottinu. Þú tókst ekki
eftir því að hún lægi eftir á heim-
keyrslunni, en einhver gæti hafa tekið
hana.
Til þess að hafa eitthvað fleira að
hugsa um meðan þú bíður eftir
niðurstöðu í möppumálinu (vega-
bréfið reynist vera í vasa þínum en
ekki í möppunni) geturðu talið
krakkana. Þú segir til útskýringar:
,,Ég er orðinn svo gleyminn.”
Enginn mótmælir þér þótt öllum sé
Ijóst að ástæðan er ekki sú. Ef þú
værir gleyminn hefðirðu ekki munað
eftir kettinum.
Áhyggjurnar eru eins og bernsku-
leikföngin. Við gætum ekki afborið
117
að missa þær. Getum við lært að Ieika
okkur með þær af meiri skynsemi? Sú
ögun getur verið erfið. Að vita
hvenær á að hafa áhyggjur og hverjar
er best að velja getur gefið gífurleg
tækifæri. Segjum sem svo að þú sért
að aka eftir hraðbrautinni og hafir
áhyggjur af því að þú komir kannski
of seint í miðdegisverðarboðið. Þá
skeður það að vélin í bílnum drepur á
sér.
Þá hættirðu að hafa áhyggjur af því
að missa af matnum en hugsar um
hve langan tíma það muni taka að
gera við bílinn og hve mikið það
muni kosta. En allt í einu velturðu út
af kantinum, bíllinn fer á hvolf og þú
hefur miklar áhyggjur af því hvort þú
munir lokast inni í brakinu. Þá ertu
hættur að hugsa um viðgerðirnar. Nú
óttastu að mæta dauðanum. Það