Víðförli - 01.12.1952, Side 5

Víðförli - 01.12.1952, Side 5
VÆRI ÞAÐ SATT 67 fögnuðinn mikla, um frelsarann, um dýrð uppheima og frið á jörðu. Á bak við þessa staðreynd er meira en oss varir. Á bak við er þrá, sem enginn efi slökkir, á bak við er von, sem ekki verður kæfð: Ó, að það væri satt þetta allt, sem flutt er á þessari helgu hátíð, þá væri lífið annað, þá væri tilveran björt og hlý, þá væri heimurinn góður. Við vininn minn þreytta, sem ég vitnaði til, gat ég sagt: Þú segir annað og meira en þú veizt. Þú segir í fyrsta lagi þetta: Væri það mér sannleikur, sem jólin hafa flutt mér frá því ég var barn, þ. e. sannleikur sem ég hefði viðurkennt til fulls og látið ná tökum á mér, þá væri ég annar maður en ég er, þá væri lífið mér annað orðið. Og um leið og þú segir þetta, segirðu óaf- vitandi enn annað. Þú segir: Sá blessaði boðskapur, sem fluttur er á heilögum jólum er sannleikurinn. Það, sem vantar, er aðeins það, að það sé viðurkennt. Þú segir nákvæmlega það sama og jólaguðsspjallið: Ljósið skín í myrkrinu en myrkrið tekur ekki á móti því. Þú segir þetta, því hið sanna og hið góða.fer ekki í sína átt hvort. Engin lygi eða blekking er góð í framkvæmd og reynd. Og sú boðun, sem ber uppi frá fyrstu tíð þessa heilögu hátíð og allan sannan kristindóm, hefur staðizt reynslunnar próf. Hún hefur ekki aðeins fætt af sér listaverk máls og hljóma, hún hefur umskapað menn, stráð blessun á vegu kynslóða, vakið, lífg- að, hreinsað, helgað. Og svo kem ég aftur að því, hverju þú munir svara, ef barnið þitt spyr blátt áfram: Er þetta satt, þetta um Guðs son og frels- ara mannanna, sem kom frá Guði til þess að endurleysa glatað mannkyn, til þess að lýsa mér og þér gegnum myrkrið til hins eilífa ljóss? Eitt veit ég: Þú segir ekki nei. Jafnvel þótt þú teldir þig af- neitara, þú myndir a.m.k. hika við að segja við barnið þitt, að það, sem það fer með í jólasálmunum, sé ekki satt. Og frammi fyrir tállausum, spyrjandi augum barnsins þíns, áttu innst inni eina heita ósk og bæn: Megi bróðirinn bezti og barnavinurinn mesti, frelsarinn Jesús Kristur, leiða þetta barn, stýra huga þess

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.