Víðförli - 01.12.1952, Síða 6

Víðförli - 01.12.1952, Síða 6
68 VÍÐFÖRLI og hjarta og hönd, annast um sálu þess í lífi og dauða og eilífð- inni. Og annað veit ég: Þú ert sannari maður, þú ert nær sannleik- anum um lífið, þegar þú horfist í augu við barnið þitt og finnur til ábyrgðar þinnar á afdrifum þess en þegar þú lest ábyrgðar- lausan niðurrifsvaðal eða hlustar á hugsunarlaust léttúðartal'. Barnið, sem jólin boða, barnið, sem jólin gleðja, barnið í þér, sem jólin vekja, — það er erindi þessarar hátíðar, að þið mætist. Þar mætist sú spurning, sem allt veltur á, og það svar, sem öllu skiptir. Barnið þitt og sjálfur þú, hvert mannsbarn, sem fæðist á jörð, er gáta: Hvað býr í því? Hvað liggur fyrir því? Eitt er víst: Það á fyrir sér að hrasa, falla, syndga. Það á fyrir sér að deyja. 1 svip þinn og líf er rist þessi rún: Hvað býr undir komu þinni í þennan heim? Hvaðan komstu? Hvað býr undir dvöl þinni hér? Og hvert ferðu um síðir? Hvað um eilífðina, Guðs hreinu, heilögu eilífð að baki allra þinna hrasana, flekk- unar, syndar? Það fæddist einn á jörð, sem ekki var gáta, heldur ráðning, svarið, sem öllu skiptir. Guðs svar við einu alvarlegu spurning- unni: Hver er Guð? Hverju lýtur heimurinn? Hvað er á bak við mitt Iíf og þitt? Hvaða úrkostir getur þú átt, sekur maður, gagn- vart eilífð, sem tekur það eitt gilt, sem er hreint? Guðs svar er Jesús Kristur. Hann er það blessaða barn, sem birtir Guð á jörð. Guð íklæddi huga sinn, hjartslátt elsku sinnar, mannlegu lífi, mannsbarni, sem gekk sömu braut og vér frá vöggu til grafar, sömu freistingum háður, en án syndar, sömu lögmálum jarðnesks lífs undirgefinn, en hann gekk sigrandi af hólmi, og þann sigur sinn hefur hann tileinkað oss. Þannig erum vér systkin orðin hans. Þannig erum vér orðin börn Guðsríkis. Og svo á hann að fá að fæðast og dafna hið innra með mér og þér, þá dagar fyrir dýrð Guðsríkis í mínu lífi og þínu, þess ríkis, sem er friður og gleði og eilíft líf. Ef þetta er satt, þá er það líka satt, að heimurinn er góður, sé það hjarta tilverunnar, sem birtist í lífi og dauða Jesú frá Naz- aret, þá er tilveran góð, innst og dýpst inni. Hafi hann stigið ofan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.