Víðförli - 01.12.1952, Page 7

Víðförli - 01.12.1952, Page 7
VÆRI ÞAÐ SATT 69 hingað í myrkrin vegna þess að Guð vill að vér glötumst ekki heldur höfum eilíft líf, hafi hann fetað sína þyrnibraut til þess að leiða oss á eilífa sigurbraut, til þess að ljúka upp möguleikum fyrir sigri kærleikans, fyrir tilkomu Guðsríkis, þá er það í sann- leika hinn eini mikli ótvíræði fullkomni fögnuður sem oss er boðaður á þessari heilögu hátíð. Ef ... segi ég, og spyr aftur: Er þetta satt? Þú veizt að það er satt. Leyndardómur þeirra ítaka, sem þessi hátíð á í huga þínum, er sá, að þú veizt, að ef þetta er ekki satt, þá erum það vér, sem erum eins og drukknandi menn, eins og hrapandi fis ofan í ægilegt eyðitóm og myrkur hjartalausrar, blindrar, dauðrar tilveru, þá erum vér, hvert barn á jörð, handbendi líknarlausra skapadóma. Góðum Guði sé lof. Náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesúm Krist. Þessi blessaði dagur, boðskapur heilagra jóla, er ekki hilling og tál. Það er Guð, sem við oss talar, Guð, sem er hér á jörð oss nær. Vér erum opnari, næmari en endranær, sannari, heilli, barnslegri. Ljósið skín í myrkrinu, myrkrið meðtók það ekki. Vér viljum ekki tilheyra því myrkri. Vér viljum einnig í daglegu lífi ganga í því ljósi, sem við oss skín á jólum, lúta þeim sannleika, sem vér eygjum á hátíð Ijóssins, barnsins heilaga og sanna.

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.