Víðförli - 01.12.1952, Side 15

Víðförli - 01.12.1952, Side 15
HEILÖG SKÍRN 77 vilji, að við gjörum svo. Þannig ber okkur alveg að uppfylla réttlæti (Mt. 3,15), fullnægja Guðs heilaga vilja. Hvað á Jesús við með þessum orðum? Hann getur ekki átt við annað en það, að sér beri að gangast undir skírn syndaranna, vera með illræðismönnum talinn, eins og fyrir var spáð hjá Jesaja (53, 12), og fullna þannig réttlæti, eða eins og Jesaja orðar það: Gjöra þannig marga réttláta (Jes. 53,11), skapa þeim skilyrði til lífs með Guði. Jesús segist m.ö.o. ekki eiga nú að koma fram í messi- önsku veldi. Hann á þvert á móti að skipa sér með syndurum, gangast undir þeirra kosti, til þess að þeir geti staðist fyrir Guði (orðið ,,réttlátir“), komizt inn í ríki hans. í þessari vitund kemur Jesús á fund Jóhannesar, til þess að öðlast skírn hans. Og skírnin verður máttug staðfesting þessarar vitundar og bending um, hvað fyrir honum liggi. Öll samstofna guðspjöllin (og Jóh. óbeint, 1, 32) segja frá miklum atburði, sem gerðist á skírnarstundinni: Himnarnir ljúkast upp, Guðs andi stígur yfir hann og rödd Guðs berst að eyrum hans: Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun (Mk. l,10n og hlst.). Mér vitanlega er það ekki fyrr en á síðari árum, sem menn hafa gefið verulegan gaum að mjög athyglisverðu og mikilvægu sambandi orðanna, sem hljóma úr himnunum á skírnarstundu hans við um- mæli Jesaja um hinn líðandi Guðs þjón (sjá Jes. 42, lnn; 52, 13,nn; 53) og gildi þeirra fyrir meðvitund Jesú um þá braut, sem fyrir honum liggi.1 2) Skírn Jesú er vígsla hans til krossdauð- ans. Tvenn ummæli Jesú taka af skarið um þetta. Skírn verð ég að skírast og hversu angistarfullur er ég, þangað til henni er lokið (Lk. 12,49). Getið þið skírst þeirri skírn, sem ég skírist? (Mk. 10,38). Á báðum stöðum talar Jesús ótvírætt um krossdauð- ann. Upp frá þeirri stundu, er hann skírist í Jórdan, táknar skírn 1) Þetta felst í orðalaginu, eins og þaS er á frummálinu, prepon estin, sbr. Hebr. 2,10. 2) Sjá: Oscar Cullmann: Voru ungbörn skírð í frumkristni? Víðförli, 4. árg. bls. 15—25, Giinther Bornkamm: Die neutestamentliche Lehre von der Tanfe, bls. 38nn í Was ist die Taufe, herausgegeben von F. Gruenagel, Stuttgart 1951.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.