Víðförli - 01.12.1952, Side 20

Víðförli - 01.12.1952, Side 20
82 VÍÐFÖRLI Skírnin er í lífi einstaklingsins það, sem hjálpræðisverk Krists var fyrir heiminn. Hinum einstaka manni er ánafnað persónulega það, sem Kristur afrekaði, Kristur gefur honum sjálfan sig. Og taki menn eftir því, hvernig skírnin er sett í samhand við kross- dauðahn en trúin í samband við upprisuna. Ennþá skýrar kemur þetta fram í Róm. 6: Vitið þér ekki, að allir vér, sem skírðir erum til Krists Jesú, erum skírðir til dauða hans? Vér erum því greftraðir með honum fyrir skírnina til dauð- ans, til þess að eins og Kristur var uppvakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins, svo skulum vér og ganga í endurnýjung lífsins. ... Vor gamli maður er með honum krossfestur, til þess að líkami synd- arinnar skuli að engu verða og vér ekki framar þjóna syndinni. Hér er því lýst, sem gerist í skírninni sjálfri og hvað af henni á að leiða („til þess að ...“). Skírnin sjálf markar alger þátta- sföl, því áð hún er tileinkun á krossdauða Krists. Hvað gerðist í krossi Krists? Guð tók hið seka mannkyn í sátt við sig. Hann fyrirgaf oss öll afbrotin, er hann afmáði skulda- bréfið á móti oss með ákvæðum þess, það sem stóð í gegn oss, Og hann tók það burt með því að negla það á krossirm (Kol. 2,14). Hann breiddi sinn föðurfaðm yfir þessa seku jörð. I umboði Guðs flutti hinn krossfesti bæn fyrirgefningarinnar fyrir blindum mönnum. Þá jœddist nýtt mannkyn. Krossfesting Guðs sonar get- ur ekki léitt af sér nema eitt af tvennu: Annað hvort dauðadóm yfir því mannkyni, sem vann það verk, eða þá sýknun, vegna þess að Guð tilreiknar ekki syndina, fyrirgefur hana. Og nú er fagnaðarerindið þetta, að krossfestingin er boðuð sem sýknun alls mannkyns, vilji það þiggja þá náðun. Syndin kom fram afhjúpuð í viðskiptum mannanna við Guðs son og Guðs kærleikur „afmáði skuldabréfið og tók það burt með því að negla það á krossinn“. I þrautum krossins stríðir náð og gæzka Guðs föðurhjarta við heilagt réttlæti hans og réttlætisdóm og gæzkan og náðin sigra. Þá fæðist nýtt mannkyn, þ. e. síðan er aðstaða vor manna gjör- breytt. Já, aðstaðan í alheimi er gjörbreytt. Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllinguna búa og að koma fyrir hann öllu í sátt við sig, hvort heldur það, sem er á jörðinni eða það,

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.