Víðförli - 01.12.1952, Side 25

Víðförli - 01.12.1952, Side 25
HEILÖG SKlRN 87 V. Skírnin byggist á sögulegum veruleik, orðinni staðreynd, dauða Jesú. Sú staðreynd markar aldahvörf í þessum heimi. Hin nýjá öld hefst með upprisu Jesú. Skírnin leiðir inn í þá nýju öld. Vér höfum séð, hvernig höf. Nýja test. setja skírnina í samband við krossdauðann og upprisuna. Vér erum í skírninni krossfestir með Kristi, en vér eigum að rísa upp með honum. Þannig skul- ið þér álíta yður dauða syndinni, en lifandi Guði í Kristi Jesú (Róm. 6, 11). Skírnin er fæðing af vatni, en einnig anda (Jh. 3,3). Hún er laug endurfæðingar en einnig endurnýjungar heilags anda (Tit. 3,5). Skírnin sjálf er þáttaskilin, fæðingin. En á grundvelli hennár kemur svo framhaldið. Hún er dyrnar inn í ríki Krists. Hið jarð- neska valdsvið hans er samfélag þeirra, sem þekkja hann sem Drottinn sinn, kirkjan. I framhaldi skírnarinnar kemur upplýsing og uppbygging í orði Guðs, en í orði Guðs starfar heilagur and'i og hann verkar fyrir orðið vitandi og vakandi trú og þannig féf endurnýjungin fram, framgangan í andanum, helgunin, þannig lifir og dafnar hinn nýi maður, sem kallaður er til lífs í skírninni. Samband skírnarinnar við dauða og upprisu Krists er samband hennar við þær staðreyndir tvær, sem hin alkunnu orðatiltæki Nýja testamentisins benda til: „Fyrir Krist“ og „í Kristi“ — tvær staðreyndir, sem ekki verða aðgreindar í lífi kristins manns. Skírnin er lífgjöf Guðs. Trúin er að þiggja þá lífgjöf, veita líf- inu viðgangs- og vaxtarskilyrði. I skírninni kemur Guð til mín, ávarpar mig, útvelur mig, fæðir mig til lífs með sér. í trúnrii svara ég. Trú er andsvar, aldrei annað. Samfélag við Guð er ekki fyrst og fremst það, að hann svari mér, heldur hitt, að ég svara honum. Trú er ekki það, að ég komi fyrst með mína afstöðu, rnitt ákall, mína bæn, harin er alltaf fyrri til. Hann elskaði óss að fyrrabragði. Meðan vér enn vorum óvinir tók Guðs oss í sátt. (Róm. 5, 10). Hann frelsaði oss samkvæmt miskunn sinni. Hann tók skrefið, ekki vér. Trú vaknar vegna þess að hún er vakin af honum. Sjáið, hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss (1. Jh. 3, 1).

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.