Víðförli - 01.12.1952, Page 30

Víðförli - 01.12.1952, Page 30
92 VÍÐFÖRLI mann, var mikill vinur og aðdáandi Hildu Andersson. Hann segir að væri hún spurð þess hvers vegna hún hefði búsett sig í Pale- stinu, hafi hún jafnan svarað: „Ég vildi verða sjónarvottur þess að Drottinn efnir heit sín. Feðrum Gyðinga hét hann þessu landi til ævarandi eignar. Sökum kærleika míns til lands Biblíunnar bú- setti ég mig hér.“ Hjúkrunarkona með hugarfari Hildu Andersson, hafði nógum störfum að sinna í Palestinu, einkum eftir að straumur hrjáðra flóttamanna tók að fylla landið. Fyrstu mánuði ársins 1948 hurfu flestir erlendir borgarar, er búsettir voru í Palestinu, úr landi. Sænski sendiherrann krafðist þess að Hilda Andersson færi einnig. Henni var það þvert um geð en sætti sig þó við það. En hún missti af flugvélinni og varð það henni ný vísbending um að henni var ætlað að vera í Palestinu, Hún sneri aftur til Jerúsalem. „Hér verð ég hvort sem ég lifi eða dey,“ skrifaði hún til Svíþjóðar, „og vinn þessu landi það gagn sem ég má. Lífi mínu fórna ég fúsum vilja verði þess kraf- ist í barátunni fyrir frelsi landsins.“ •1 þeirri baráttu lét hún líf sitt mánuði eftir að þetta síðasta bréf hennar var skrifað. En hún lifði það að sjá efndir fornra fyrir- heita og vitnaði títt til spádóms Sakarja: „Svo segir Drottinn her- sveitanna: Sjá, ég mun frelsa lýð minn úr landi sólarupprásar- innar og úr landi sólsetursins, og ég mun flytja þá heim og þeir skulu búa í Jerúsalem miðri.“ 2. Þeir, sem höfðu aldur til þess að geta fylgzt með fréttum af fyrri heimsstyrjöld, munu lengst af minnast þess, er Bretar náðu yfirráðum í Palestinu og ráku Tyrki úr landi, en Allenby her- foringi tók Jerúsalem 9. des. 1917, án þess að hleypt væri af skoti. Þeir atburðir vöktu alheimsathygli. Einkum meðal kristinna manna. Ýmsir kristnir leiðtogar á Englandi, (aðallega fríkirkjumenn), stofnuðu til landsfunda í Queens Hall í London og víðar í þeim

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.