Víðförli - 01.12.1952, Side 42

Víðförli - 01.12.1952, Side 42
104 VÍÐFÖRLI urstöður guðfræðinnar fram til síðustu aldamóta. Hann færir rök að því, að kvöldmáltíðin sé þungamiðjan í trúarlífi frumkristn- innar, en hún sé ekki fyrst og fremst minningarathöfn, endurtekn- ing síðustu páskamáltíðar Jesú með lærisveinum sínum til minn- irígar um dauða hans, heldur samfélagsmáltíð við hinn upprisna, fagnaðarhátíð í forgarði þess guðsríkis, sem frumkristnin vænti. Því hafi þessi athöfn ekki aðeins verið höfð um hönd á skírdags- kvöld, heldur hvern sunnudagsmorgun, á upprisudegi Jesú, og fagnaðarblærinn, sem yfir henni hvíldi, hafi gefið henni heitið, sem hún gekk undir: Þakkargjörð. III. Næsta viðfangsefni Schweitzers var Messíasar-vitund Jesú og skilningur hans á merkingu dauða síns.1) Og í rannsókn þessara meginatriða beitti Schweitzer þeirri grundvallarreglu, sem áður er getið, að vísindin eigi enga aðra leið í námunda við Jesú en þá, sem liggur um hugmyndaheim samtíðar hans. Nú er það stað- reynd, að síðgyðingdómurinn lifði og hrærðist í eftirvæntingu komandi, yfirnáttúrlegs dýrðarríkis, sem útvalinn, yfirjarðneskur konungur myndi setja á fót með fulltingi Guðs við endalok ald- anna. Mun ekki gerandi ráð fyrir því, að þessar skoðanir veiti nokkra innsýn inn í huga Jesú og muni geta varpað einhverju Ijósi yfir orð hans og atferli? Menn gerðu yfirleitt ekki ráð fyrir því um aldamótin síðustu, mönnum þótti þessar skoðanir allt of öfgakenndar og fráleitar til þess að þær hefðu getað átt nokkur veruleg ítök í huga Jesú. Forsendurnar fyrir þessu áliti og álykt- anirnar, sem á þeim voru byggðar, tekur Schweitzer til gaumgæfi- legrar meðferðar í þeirri bók sinni, sem kunnust er, og kom út í 1. útg. 1906, en það er sagan um rannsóknirnar á ævi Jesú um hálfrar annarrar aldar skeið.2) ■ 1) Das Messianitáts-und Leidensgeheimnis. Eine Skizze des Lebens Jesu. Túb. 2) Von Reimarus zu Wrede. Eine Geschichte der Leben-Jesu-Forsch- ung. Önnur útg. 1913 með heitinu (og síðari útg.) Geschichte der Leben- Jesu-Forschung.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.