Víðförli - 01.12.1952, Qupperneq 51
MARÍA GUÐSMÓÐIR
113
heita Jesúm. Hann mun verða mikill og verða kallaður sonur
hins hæsta og á ríki hans mun enginn endir verða.
Þetta var erindi engilsins.
Hvað vannstu til, María? Hví varst þú kjörin til þess að verða
móðir hans, sem var borinn til þess ríkis, sem enginn endir verð-
ur á, hans, sem skyldi erfa hásætið, sem aldrei verður steypt,
hljóta nafnið, sem hvert kné skal verða að beygja sig fyrir,
þeirra, sem eru á himni, þeirra, sem eru á jörðu og þeirra, sem
undir jörðunni eru? Hvað vannstu til, hví varstu til þessa valin?
Það veit enginn nema Guð. Engillinn sagði: Þú nýtur náðar
Guðs. Það er allt, sem englar vita og menn fá skynjað.
Þannig voru jólin undirbúin á jörðu.
María, mær í Nazaret, augliti til auglitis við Gabriel, hetju
Guðs úr himnunum, tveir þjónar Guðs, hann úr dýrðinni, hún í
lægingunni. Henni var flutt kveðjan, köllun almáttugs Guðs. Og
hún spurði í ótta og undrun: Hvernig getur þetta verið? Hvern-
ig má þetta verða?
Þannig verður hverjum þeim, sem mætir náð Guðs. Hver hef-
ur numið rödd Guðs í orði hans og hjarta sér, rödd þeirrar
náðar, sem kallar syndara til samfélags við heilagleikann, raust
þess kærleika, sem vill afmá afbrotin og hefja lítilmótlega, orð
þeirrar miskunnar, sem vill fylla hungraða, allslausa gæðum
ríkis síns, hrífa blindaða úr myrkrum og leiða til síns eilífa ljóss,
hver reynir slíkt, hver hugsar út í svo mikla hluti án þess að
spyrja í titrandi tilbeiðslu: Hvernig getur þetta verið? Hvernig
má slíkt verða? Hver hefur hlotið andsvar við hikandi, stam-
andi bæn, hver hefur þreifað á bænheyrslu, án þess að spyrja
V undrandi lotningu: Hvernig gat þetta orðið? Eða hafir þú
einhvern tíma talað eða framkvæmt, mælt eitt orð eða hreyft
höndina í lifandi vitund þess, að nú værir þú að gjöra það, sem
Guð ætlast til, nú værir þú að ganga erinda Guðs, nú væri það
að verða, sem Guð vill, eða hafirðu einhvern tíma þreifað á því,
að þú fékkst að vinna eitthvað í Guðs nafni, sem varð til bless-
unar, þá skilurðu Maríu, undrun hennar, lotningu, auðmýkt —
og sælu. Þú skilur spurninguna: Hvað vann ég til? Hverriig