Víðförli - 01.12.1952, Page 53

Víðförli - 01.12.1952, Page 53
MARÍA GUÐSMÓÐIR 115 ustu fyrirlitningu á manneskjunni, sem nokkurn tíma hefur ollið út úr sýktu hjarta gullþorstans? En vér tilbiðjum ekki Maríu, eins og rómverskir bræður gera enn í dag og meira nú en nokkurn tíma var gert á miðöldum. Hún var maður sem vér. Hún þarfnaðist hjálpræðis og öðlaðist sömu hjálp, sama frelsara og vér. Heitið, sem hún hlaut, María guðsmóðir, er þáttur í lofgjörð kynslóðanna fyrir hann, viður- kenning þess og þakkargjörð, hver og hvílíkur sá sonur var, sem hún fæddi í þennan heim. Þau stóðu saman tvö við krossinn síðast, María og Jóhannes. Þau áttu saman heilagt leyndarmál, vissuna um, að hinn smáði, píndi maður væri „heilagur, sonur Guðs“. Hvorugt gat valdið þeirri raun, að þessi skyldu þurfa að verða afdrif hans. Hvernig getur þetta verið? Manni sést gjarnan yfir hvað þetta litla vers pislarsögunnaí er stórkostlegt: „Hjá krossi Jesú stóð móðir hans.“ Hún stóð þar, þegar lærisveinar hans voru horfnir. Bræður hans, aðrir synir hennar, voru þar ekki. Jósef hefur verið látinn. Hvers vegna gat hún lagt það á sig að standa þarna, þegar sonur hennar píndist til dauða, ofan á kvalirnar upp hengdur sér og allri ætt sinni til opinberrar háðungar? Hvað gaf henni þrek til þess? Var það ekki minningin um undursamleg skilaboð, sem hún hafði fengið, óskiljanlega háleit vitneskja, sem ekki gat verið tál? Minnt- ist hún orða guðsmannsins í musterinu, þegar hún kom þangað með sveininn nýfæddan: Hann verður tákn, sem móti verður mælt, sverð mun jafnvel nísta þína eigin sál? Minntist hún ekki enn annarra orða, — orða, sem hún hefur þá e.t.v. ekki verið farin að trúa neinum fyrir, en „geymdi í hjarta sínu“? Hún eygði ekki merkingu þeirra til fulls, allra sízt þá. En hún vissi, að merking þeirra hlaut með einhverju móti að koma fram. Því gat hún ekki slitið sig frá krossinum. Hjá henni stóð Jóhannes einn, lærisveinninn, sem Jesús elskaði. Hann skráði síðar guðspjall sitt. Það hefst á þessum orðum: í upphafi var orðið og orðið var hjá Guði og orðið var Guð. Það var í upphafi hjá Guði. Allir hlutir eru gjörðir fyrir það, og án

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.