Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 58

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 58
120 VlÐFÖRLI ar. Boðun kirkjunnar er ævinlega fólgin — ekki í því að binda mönnurn byrðar, hvorki hugsun þeirra né öðrum kröftum, held- ur í hinu að segja blátt áfram: Komið og varpið byrðunum á hann, sem vill bera þær með oss og fyrir oss og getur það, kom- ið og sjáið, komið, reynið og þreifið á, þiggið ríkdóminn, sem í Kristi er fólginn. „Mér var af náð falið þetta hlutverk: að boða fagnaðarerindið um hinn órannsakanlega ríkdóm Krists os upp- lýsa alla um það, hver verið hafi tilgangurinn með þessum leyndardómi, sem frá eilífð hefur verið hulinn í Guði, sem allt hefur skapað. Eg beygi kné mín fyrir Föðurnum, sem hvert fað- þrni fær nafn af á himni og jörðu, að hann gefi yður af rík- dómi dýrðar sinnar að styrkjast fyrir anda sinn að krafti hið innra með yður, til þess að Kristur megi fyrir trúna búa í hjört- um yðar og þér verða rótfestir og grundvallaðir í kærleika, svo að þér fáið, ásam’t öllum heilögum skilið, hver sé breiddin, lengd- in, hæðin og dýptin og komizt að raun um kærleika Krist°, sem yfirgnæfir þekkinguna og náið að fyllast allri Guðs fyllingu“ ÍEfes 3.). Þetta er afstaða kirkjunnar, tilbeiðsla hennar, bæn og boðun. Vér höfum þegið af gnægð Hans náð á náð ofan. Komið og sjáið, hversu mikla hluti Drottinn hefur gjört. Að þekkja Krist er að þekkja velgjörðir hans. Og sá, sem kemst að raun um velgjörðir hans, hann verður þakklátur, auðmjúkur þátttakandi í lofgjörð og tilbeiðslu aldanna, þar sem María guðs- móðir er forsöngvarinn, þeirri lofgjörð, sem túlkar þá vitund allrar reynslu, að engin tign, sem honum er tileinkuð, skjóti yfir markið eða sé slík, að hann valdi henni ekki, rísi ekki undir henni, þótt það sé allt með ófullkomnum hætti tjáð, þegar mann- legar tungur taka undir það, sem englavarir naumast valda. Hvernig hann kom — það er ekki það, sem mestu máli skiptir, heldur hitt, áð hann kom, lifði og leið sem sannur maður, lifir og rikir sem sannur Guð og þó í eilífri bróðurafstöðu til vor, sem hann lifði meðal og leið fyrir. Það er grundvöllur trúar minnar og lífs, að sá, sem fæddist af Maríu meyju og var píndur undir Pontiusi Pilatusi, er bæði bróð- I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.