Víðförli - 01.12.1952, Side 59

Víðförli - 01.12.1952, Side 59
MARÍA GUÐSMÓÐIR 121 ir minn og Drottinn minn. Hann, sem ræður himni háunt, varð barn, varð maður, var píndur og grafinn og reis upp frá dauð- um, til þess að ég, sem fyrir skemmstu var fóstur í móðurlífi og innan stundar verð mold í moldu, ég, sem í dag er blaktandi lífslogi í jarðnesku dufti, sem lifi af miskunn Guðs, ég, sem í dag er sekur maður, sem Drottins biðlund líður, til þess að ég, þetta hverfula fis, þetta brotlega barn, mætti njóta eilífra bróð- urkjara með honum og hjá honum, sem er öllum himnum hærri og ofar allri dýrð. Hann varð það, sem vér erum, til þess að vér mættum verða það, sem hann er — börn af Guði fædd, heilög, fullkomin og ei- líflega sæl. Það er Guðs orð. Verði oss öllum eftir orðum hans, svo að vér getum frá eilífð til eilífðar í hópi allra heilagra tekið undir með Maríu, vegsamað hinn volduga Guð og í himneskum fögnuði sungið: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.