Víðförli - 01.12.1952, Side 61
KÖLLUN SKÁLHOLTS
123
arins er stór þáttur í sögu landsins. Undir handarjaðri Skálholts-
stóls námu forfeður okkar vísindi og listir. Þar sat menntagyðj-
an að völdum í hart nær 9 aldir.
Með þessar staðreyndir fyrir augum var Skálholtsfélagið
stofnað, og hefur það þegar sýnt, hverju fylgi það á að fagna
meðal landsmanna. Hátíðirnar í Skálholti á Þorláksmessu bera
glöggt vitni um huga þjóðarinnar gagnvart hinum göfuga til-
gangi. Fégjafir og ýmiss konar aðstoð, er félaginu hafa bo'rizt hvað-
anæva af landinu, hafa einnig opnað augu margra fyrir því, að
hér geti þjóðin borið gæfu til þess að standa einhuga um sín
hjartfólgnustu mál.
Það sem Skálholtsfélagið leggur megin áherzlu á, til að byrja
með, er endurreisn veglegrar dómkirkju og sómasamlegra íbúðar-
húsa fyrir væntanlegan vígslubiskup og að kirkja og hús verði risin
Upp úr rústum Skálholts árið 1956, er þjóðin heldur upp á níu
alda afmæli stólsins og minnizt ísleifs biskups og sonar hans
Gissurar biskups, eins hins bezta manns, er ísland hefur átt. Þess
manns er gaf heilagri kirkju Skálholtsland og mælti svo fyrir
með gjöf sinni, að þar skyldi ævinlega biskupstóll vera, meðan
Island væri byggt og kristni mætti hér haldast. Þetta er draum-
ur, sem við lslendingar verðum að sýna sóma okkar í að rætist.
I fyrra haust fóru stúdentar úr Guðfræðideild Háskóla Islands
austur að Skálholti, ásamt tveim prófessorum. Okkur verður
löngum minnisstæður dagurinn, er við dvöldum eystra og stóðum
á helgum rústum Skálholts. Er við hlýddum á messu, ásamt sókn-
armönnum í kirkjunni, er ber einna gleggstan vott um niður-
níðsluna. Er við gengum um grasigróna grafreiti hinna miklu
biskupa. Okkur var hugsað til þeirra tíma, er veldi Skálholts var
mest, til hinna fornu biskupa. Hér voru örlög Jóns biskups Ara-
sonar og sona hans ráðin. Hér litaðist jörðin píslarvættisblóði
þeirra, er þeir voru hálshöggnir af konungsvaldinu danska, án
dóms og laga. Einnig sáum við fyrir okkur skólann, þar sem for-
feður okkar námu lærdóm sinn, sáum í anda guðræknisstund-
irnar og iðkun listanna, er einkenndu skóla fornaldarinnar.
Allt þetta varð til þess að opna augu okkar fyrir Skálholti í