Víðförli - 01.12.1952, Side 63

Víðförli - 01.12.1952, Side 63
REGIN PRENTER, prófessor: I LÖGMÁL OG EVANGELIUM Tvœr myndir Gu8s ords. Allur kristindómur.byggist á þeirri staðreynd, að Guð hefur við oss talað mennina. Kristindómur er ekki draumur vor sjálfra um Guð né reynsla vor sjálfra af honum. Að vísu kemst enginn, sem mannlegu lífi lifir, hjá 'því að verða lians var. Því dreymir menn um Guð og brjóta heilann um hann, það hafa hugsuðir og skáld gert á öllum tímum. Og brot af sannleik felst í slíkum draumum, einnig draumum heiðinna trúarbragða. En eins og í öllum draumum er sannleikurinn hér svo samvafinn ímyndun og skynvillum, að enginn kostur er að henda reiður á honum. Eins er um þá trúarreynslu, sem trúhneigðir menn hafa á öllum tím- um eignast. Brot af veruleik Guðs felst í slíkri reynslu. En eins °g í allri mannlegri reynslu blandast einnig hér óskir og hneigðir mannsins inn í, svo að ómögulegt er að segja, hvar veruleik Guðs sleppir og þrár mannsins sjálfs taka við. Ekkert sannlegt sam- band við Guð verður byggt á því, sem vér getum sjálfir nasað upp. Kristindómurinn byggist ekki heldur á slíku, heldur hinu, að Guð hefur sjálfur talað til vor. Og það orð, sem hann hefur sjálfur talað, vill hann láta boða mönnum. Það er auðskilið, að raunverulegt samband við Guð verður að byggjast á því, sem Guð hefur sjálfur sagt, og ekki hinu, sem vér mennirnir þykjumst geta komizt að út frá eigin hugleiðingum og reynslu. En hér verður vandi á vegi: Orðið, sem Guð hefur talað °g hann vill láta boða, er ekki í einni mynd, heldur tveim — lögmál og evangelium eru tvær gjörólíkar myndir Guðs orðs, sem ekki má undir neinum kringumstæðum blanda saman eða hafa

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.