Víðförli - 01.12.1952, Side 71

Víðförli - 01.12.1952, Side 71
LÖGMÁL OG EVANGELIUM 133 reynir hann að lesa út úr Biblíunni safn af reglum, sem hægt sé að fylgja, svo að maður sé réttu megin striksins, sem greinir rétta menn frá röngum. Alltaf gleymist honum, að það. sem krafist er, er ekki aðeins það að forðast rangt og gera rétt, heldur er fyrst og fremsH krafist þess kærleika, sem er fundvísari en svo, að hann geti fylgt nokkurri fyrirfram gerðri reglu, og ekki aðeins finnur náungann, fulltrúa Guðs, heldur einnig það verk, sem þörf hans, Guð hans, krefur. Það getur ekki verið vafa bundið, hvor skilningurinn á rétt á sér í kirkju Jesú Krists. Vert er enn að benda á mismun, sem skilar oss áleiðis til næstu spurningar, er upp verður tekin. Lög- málsskoðun sjálfselskunnar gerir boðorðin meðfærileg. Séu boð- orðin aðeins fastar reglur um framkomu, þá getum vér ráðið við þau. Vér sjáum þessa skoðun á svarinu, sem ríki unglingurinn galt Jesú: „Alls þessa hef ég gætt, hvers er mér enn vant?“ (Mt. 19,20). Og þegar boðorðin eru meðfærileg, verður sá, sem heldur þau, mikill og öruggur. Vér höfum myndina af slíkum í dæmisögu Jesú um Fariseann og tollheimtumanninn: „Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast“ (Lk. 18,12). Skoðun kærleikans á lögmálinu gerir hinsvegar boðorðin ómeðfærileg. Þau benda oss á að finna náungann og þarfir hans. Og kærleikur- inn sér það, sem sjálfselskan sér ekki: Náunginn þarfnast vor sjálfra, algerlega, heilshugar. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Og þannig hljóðar boðorðið vegna þess að ná- unginn er fulltrúi Guðs. Því er að baki boðorðsins um mannkær- leik hið mikla boðorð: „Elska skaltu Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum.“ Þetta er tak- markalaus krafa. Hún verður ekki afgreidd. Því verður sá, sem 'kærleikurinn knýr, ekki mikill og öruggur, hann verður smár og uggandi. E.t.v. hefur hann alls ekki framið eins margt ljótt og tollheimtumaðurinn í dæmisögu Jesú. En hann getur samt ekki komizt fram úr bæninni: „Guð, vertu mér syndugum líknsamur“ (Lk. 18,13). Og Hann, sem sjálfur þekkti ekki synd, varð í kær- leikanum að bera annarra sekt og syndagjöld.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.