Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 72

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 72
134 VÍÐFÖRLI Bo'Sorciin tíu. Vér höfum séð, að lögmálið er, þegar kærleikurinn leggur það út, í rauninni aðeins eitt boð. Þannig túlkar Jesús lögmálið: „Lög- vitringur freistaði hans og spurði: Meistari, hvert er hið mikla boðorð í lögmálinu? En hann sagði við hann: Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu og af allri sálu þinni og af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt, þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum tveim boðorðum byggist allt lögmálið og spámennirnir.“ (Mt. 22, 35—40). Eins segir Páll: „Skuldið ekki neinum neitt, nema það eitt að elska hver annan. Því að hver, sem elskar nánuga sinn hefur upp- fyllt lögmálið. Því að þetta: Þú skalt ekki drýgja hór, þú skalt ekki morð fremja, þú skalt ekki stela, þú skalt ekki girnast, og hvert annað boðorð er í þessari grein innifalið, í þessu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Kærleikurinn gjörir ekki náunganum mein. Þess vegna er kærleikurinn fylling lögmálsins.“ (Róm. 13, 8—10). Enn má minna á Jóh. 13,34 og 1. Jh. 4, 19—21. Kærleikurinn, sem lögmálið krefst, „leitar ekki síns eigin“, (1. Kor. 13,5). Þess vegna finnur hann náungann, sem Guð sendir í veginn og sér, til hvers Guð ætlast. Þannig er háttað t. d. ástinni og kærleikanum milli foreldra og barna. Alltaf finnur kærleik- urinn þar vettvang sinn og verkefni. En eru boðorðin þá ekki óþörf? í vissum skilningi. Ef Guð krefst kærleika, þarf hann ekki að gefa oss skrá yfir allt, sem vér eigum að gera. Það hefur hann ekki heldur gert. Slík skrá er ekki til í Biblíunni. Fjölmargar mjög mikilvægar kröfur, sem vér nútímamenn eigum að mæta, eru ekki til í Biblíunni sem bein boðorð. Þegar Gestapo var að leita manns, sem hafði fundið felustað á sjúkrahúsi og átti hryllilegar píslir vísar og e.t.v. dauða, ef hann fyndist, gátu þá læknar og hjúkrunarkonur sjúkrahússins fundið ritningarstað um það, að þau ættu að skrökva, ef þau væru spurð um manninn? Máttu þau þar fyrir nota Biblíuna sér til málsbóta, ef þau „sögðu satt“ og seldu manninn í hendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.