Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 73

Víðförli - 01.12.1952, Blaðsíða 73
LÖGMÁL OG EVANGELIUM 135 böðlunum. Nei, þar er ekkert slíkt einstaks boðorð. Það er öldung- is óþarft því kærleiksboðorðið er þar. Mörg dæmi svipuð mætti nefna. Samt eru hin einstöku boðorð ekki óviðkomandi kærleiksboð- orðinu. Páll nefnir einmitt í Róm. 13 fjögur hinna tíu boðorða, sem eru fólgin í kærleiksboðorðinu. Og við ríka unglinginn nefn- ir Jesús fimm hinna tíu boðorða, sem hann lætur miða að hoð- orðinu: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig (Mt. 19,18). Boðorðin, sem Jesús og Páll vitna til, eru ekki reglur, sem komið geti í staðinn fyrir fundvísi kærleikans. Þau eru ekki ná- kvæmar lífsreglur, þau segja ekki, hvað gjöra skal, heldur eru þau bending, sem segir, í hvaða átt ég skuli fara, þegar ég vil finna náungann og þann vanda hans, sem kærleikurinn á að leysa. „Heiðra skaltu föður þinn og móður.“ Þetta boðorð nefnir ekki hvernig vér eigum í verki og orði að heiðra föður og móður. Því að þetta boðorð er „fólgið í“ kærleiksboðorðinu. Það ætlar kær- Ieikanum að finna, með hvaða verkum og orðum faðir og móðir heiðrast. Það bendir á samband foreldra og barna og segir: I þessu sambandi stendurðu einnig frammi fyrir náunga þínum og það samband mótast af því, að foreldrar þínir eru sett yfir þig. Þetta er tjáð með orðinú „heiðra.“ Kærleikur þinn til þeirra verð- ur að mótast af þessari aðstöðu. En hvernig þú heiðrar þau í ein- stökum atriðum, um það veitir boðorðið þér enga reglu. Það verðr ur kærleikurinn að finna sjálfur. Og það er nægilegt verkefni fyrir hann — ævina á enda. „Þú skalt ekki morð fremja.“ Hér er ekkert ákveðið sagt um það, hvaða verk, orð og hugsanir þú eigir að forðast til þess að vinna ekki náunga þínum tjón á lífi sínu. Allir höfum vér hugboð um, að það nægi ekki að forðast morð í merkingu hegningar- laganna. Fimmta boðorðið heimtar meira af oss. Sé það „fólgið í“ kærleiksboðorðinu, þá lætur það sér ekki nægja hið auðgerðasta, það vill, að vér forðumst allt, sem á einn eður annan hátt getur orðið náunganum til meins. Ef kærleikurinn nær tökum á boðorð- inu og leggur það út, hljóðar það svo: „Meiri elsku hefur enginn en þá, að hann leggur líf sitt í sölurnar fyrir vini sína“ (Jh. 15,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.