Víðförli - 01.12.1952, Síða 75
LÖGMÁL OG EVANGELIUM
137
það bendir á eign mína, á það, sem ég hef komizt yfir, og segir:
„Hér eruð þið báðir, þú og náunginn. Elskaðu hann eins og sjálf-
an þig — í þessurn kringumstæðum.“
„Þú skalt ekki girnast.“ Þetta boðorð er nálega hið sama og
það fyrra. Aðeins lætur það ekki sitja við að benda á hið ytra
samband milli fjárhagslegra hagsmuria minna og náungans, held-
ur bendir það á alla hagsmunaárekstra, sem fyrir geta komið
milli mín og hans, einnig meðan þeir eiga sér aðeins stað í hug-
anum: „Hér, hér er náungi þinn. Elskaðu hann eins og sjálfan
þig hér og ná.“
Þannig má leggja tíu boðorðin út. Einnig áttunda boðorðið,
sem ekki hefur verið nefnt hér, er fólgið í boðorðinu um kærleik-
ann til náungans. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til þess að
leggja það sjálfur út. Varla neinsstaðar endranær er kærleikur
éins sjaldgæfur og í „vitnisburði“ manna um aðra.
Þrjú fyrstu boðorðin nefna þeir ekki Jesús og Páll, því að hér
var um að ræða kærleikann til Guðs eins og hann á að birtast í
mynd mannkærleikans. En þrjú fyrstu boðorðin, sem bjóða að
heiðra Guð, veru hans, nafn og verk, eru eitt með sjö þeim síðari
í því, að kærleikurinn einn getur lagt þau út. Sú þjónusta, sem
vér erum Guði skyldugir, veru hans, nafni og verki, sprettur af
sama kærleika og þeim, sem vér látum honum í té, er vér mætum
náunganum. Þrjú fyrstu boðorðin fjalla um að taka á móti þess-
um kærleika frá Guði. Sjö síðustu boðorðin um að láta hann
náunganum í té. En þetta tvennt verður ekki aðgreint. „Þetta er
kærleikurinn: Ekki að vér elskuðum Guð, heldur að hann elskaði
oss og sendi son sinn til þess að vera friðþæging fyrir syndir vor-
ar. Þér elskaðir, fyrst Guð hefur svo elskað oss, þá ber einnig
oss að elska hver annan.“ (1. Jh. 4,10—11).
Jesús leggur tíu boðorðin út á þennán hátt í Fjallræðunni, þau
eru falin í kærleiksboðorðinu á þann veg, að þau verða takmarka-
laus. Þau fyllast innihaldi, sem gera þau ómeðfærileg. En það
þýðir ekki, að vér séum þar með láusir undan að halda þau. Þvert
á móti. Vér erum skuldbundnir þessúm ómeðfærilegu boðum, því
Jesús segir: „Ég segi yður . . .“.