Víðförli - 01.12.1952, Side 76

Víðförli - 01.12.1952, Side 76
138 VÍÐFÖRLI Fimmta boðorðið hljóðar svona hjá Jesú: „Hver, sem reiðist bróður sínum, verður sekur fyrir dóminum.“ (Mt. 5, 22). Sjötta boðorðið: „Hver sem lítur á konu með girndarhug, hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta sínu.“ (Mt. 5, 28) Annað boðorð- ið: „Ræða yðar skal vera: já, já; nei, nei, en það, sem er umfram þetta, er af hinu vonda.“ (Mt. 5, 37) Útfærsla Gamla testament- isins á 5. boðorðinu „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn,“ verður: „Þér skulið ekki rísa gegn meingjörðamanninum en slái einhver þig á hægri kinn þína, þá snú þú einnig hinni að honum.“ (Mt. 5,39). Og sjálft boðorðið um mannkærleikann leggur hann þann- ig út: „Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður, blessið þá, sem bölva yður og biðjið fyrir þeim, er sýna yður ójöfnuð“ (Lk. 6, 27n). Þessi útlegging Jesú á boðorðunum er ekki nein stóryrði, hún er mótuð af því, að sá, sem talaði, elskaði náungann eins og sjálfan sig. Því gat hann ekki lagt boðorðin öðruvísi út. Oss finnst út- leggingin ganga alltof langt vegna þess að vér höfum ekki þenn- an kærleika og hann mótar ekki þann heim, sem vér lifum í. í því ríki Guðs, sem Jesús boðar og heitir þeim, sem fylgja honum, ræður kærleikurinn. Því getur Jesús ekki talað öðruvísi um boð- orðin en hann gerir. Ef vér hverfum frá Fjallræðu Jesú og lítum á Fræði Lúthers, sjáum vér, að Lúther fer í túlkun sinni alveg eftir orðum Jesú. Lúther byrjar skýringu allra tíu boðorðanna með orðum úr skýr- ingunni á fyrst^ boðorðinu: „Vér eigum að óttast og elska Guð, svo að vér . .Með þessu gefur Lúther til kynna, að kærleikur- inn sé útlegging boðorðanna. í skýringu hinna eínstöku boða finnum vér þá líka, að krafa boðorðsins fer yfir öll takmörk. Fjórða boðorðið býður, að vér þjónum, hlýðum, elskum og virð- um — ekki aðeins foreldrana, heldur alla, sem yfir oss eru settir, Fimmta boðorðið bannar ekki aðeins, að vér gjörum náunganum mein á líkama hans, heldur býður, að vér björgum honum og hjálpum í allri líkamlegri neyð. Sjötta boðorðið krefst hreinleiks og skírlífis í orðum og gjörðum, sjöunda að vér hjálpum náunga vorum að geyma eigna sinna og efla atvinnu sína. Þannig má

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.