Víðförli - 01.12.1952, Side 78

Víðförli - 01.12.1952, Side 78
140 VÍÐFÖRLl sem hefur mörg fleiri boðorð. Ef litið er á boðorðin tíu í sam- bandi við Móselögmál, eru þau blátt áfram liður þeirra laga, sem giltu í þjóðfélagi Gyðinga. Þau lög gilda ekki lengur fyrir oss, og bókstafamerking boðorðanna ekki heldur. Tökum t. d. 3. boð- orðið. Hvíldardagurinn, sem þar er talað um, er ekki sunnudag- urinn, heldur laugardagurinn. Vér höldum ekki þetta boðorð bók- staflega, heldur heimfærum 3. boðorðið — réttilega — til sunnu- dagsins. Boðorðið, sem í Biblíunni er annað í röðinni, bannið við því að gera sér myndir af því, sem er á himni eða á jörðu eða í vatninu eða undir jörðunni (2. Mós. 20, 4—6), teljum vér svo lítils varðandi fyrir oss, að það er ekki með í kverinu og þannig verður 3. boðorðið í röð Móselaga annað í röðinni hjá oss, en við það vantar að lokum eitt boðorð upp á tíu og því skiptum vér 10. boðorðinu í tvennt (2. Mós. 20,17 er upphaflega eitt boðorð, hið tíunda). Þetta frjálsræði í röðun og túlkun, sem Lúther og rómverska kirkjan eru á einu máli um (reformeraðir hafa hins- vegar boðorðin í upphaflegu formi, enda eru engar myndir í kirkjum þeirra!), sýnir, að boðorðin gilda ekki fyrir oss sem borg- araleg lög, þ. e. sem ytri lifsreglur, er fylgt skuli bókstaflega. Með réttu háði Páll harða baráttu gegn því, að heiðing-kristnir menn væru bundnir við kröfur Móselaga, t. d. umskurnina (sjá um það Post. 15, 1—31 og Gal. 2, 1—10 og 5, 14). En sama máli gegnir um öll boðorð lögmálsins, einnig hin 10 boðorð. Frá annarri hlið séð eru boðorðin tíu ófullnægjandi, því að bókstafleg, ytri uppfylling þeirra er ekki sá kærleikur til Guðs og náungans, sem er innsta merking boðanna. Frá hinni hliðinni séð eru þau um of, því að sem borgaraleg fyrirmæli í ytri merkingu gilda þau ekki fyrir oss. Vér erum t. d. ekki bundnir við sabbats- boðið eða myndabannið í hinni fornu merkingu. Þessi tvíþætta afneitun hinna tiu boða sem tæmandi reglu fyrir breytni vora og nauðsynleg, borgaraleg lög, er skilyrði fyrir játun þeirra í Ijósi kærleiksboðorðsins. í ljósi kærleiksboðorðsins eru hin tíu boðorð, sem og öll önn- ur, allt annað en siðareglur eða landslög. En í hverju þeirra mæt- um vér Guði, sem með hinu einstaka boðorði bendir á þær til-

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.