Víðförli - 01.12.1952, Page 79
LÖGMÁL OG EVANGELIUM
141
teknu aðstæður, þar sem hann væntir heilshugar kærleika til sín
og náunga vors sem fulltrúa síns. Það er í senn óendanlega miklu
meira en það tiltekna siðgæði, sem bókstaflegur og sögulegur
skilningur hinna tíu boða tjáir, og jafnframt minna en þær kröf-
ur, sem boðin tjá bókstaflega, þegar þau eru skilin sem víri borg-
araleg lög.
Því erum vér í kærleikanum bæði bundnir af boðorðunum og
frjálsir. Frelsið er fólgið í, að boöorðið sem regla víkur fyrir
manninum, sem það bendir til. Vér sjáum þetta frelsi hjá Jesú,
í afstöðu hans til sabbatsboðsins, enda þótt hann sem Israelsmað-
ur væri og vildi vera hlýðinn lögum lands síns, Móselögum. Sem
reglu, já, sem borgaralegt lagaboð, hlaut hann að brjóta þetta
boð, ef tillit kærleikans til mannsins krafðist þess. Því braut Jes-
ús sabbatsboðið, þegar svo bar undir, og olli með því miklu
hneyksli (Mk. 2, 23nn; 3, 1—5) og gaf þá skýringu, að hvíldar-
dagurinn væri til mannsins vegna og ekki maðurinn vegna hvíld-
ardagsins (Mk. 2, 27). Eins gerði hann hneykslaða gagnrýnendur
orðlausa með spurningunni: „Er leyfilegt á hvíldardegi gott að
gjöra eða illt, að bjarga lífi eða deyða?“ (Mk. 3, 4). Bindingin
er sú, að kærleikurinn kemst aldrei yfir að leita þess, sem náung-
inn þarfnast. Vér höfum séð, hvernig Jesús í túlkun sinni getur
gert eitt einasta boð svo ómælanlegt, að vér heföum nóg verkefni
alla ævi með það boðorð eitt.
En af hverju höfum vér tekiö boðorðin tíu út úr Móselögum og
veitt þeim þá sérstöðu, sem þau hafa í kverinu. Eru þau kjarninn
í því, sem Guðs lögmál vill oss?
Þessu er að svara, að boðoröin tíu hafa enga sérstöðu. Þau eru
í kverinu af því einu, að Lúther hefur lagt þau út eftir vegsögn
Jesú í Ijósi kærleiksboðorðsins. En í þessari útleggingu eru þau
orðin takmarkalaus. Þau eru orðin svo víðfaðm, að hvert einasta
boðorð, sem Guð setur oss, er fólgið í hverju einu þeirra. Því að
kærleiksboðorðið er svo óendanlegt, að það felur í sér sérhveri
boðorð, sem snertir afstöðu vora til náungans. Tíu boðorðin eru
m. ö. o., eins og þau standa í Fræðunum, ekki tíu sérstök boðorð