Víðförli - 01.12.1952, Side 80
142
VÍÐFÖRLI
sem séu tekin fram yfir önnur. Hin tíu boðorð eru í Fræðunum
fulltrúar allra boða, sem oss koma við.
En af hverju eru þá einmitt þessi boðorð valin til þess að vera
fulltrúar kærleiksboðorðins og ómæliskröfu þess? Fyrir því eru
í rauninni ekki önnur rök en þau, að þau hafa sýnt sig betur fall-
in en nokkur önnur, sem hugsanlegt væri að nota til þess að gera
kærleiksboðorðið ljósara. Það kæmu fleiri boðorð til greina. í
áminningum postulabréfanna og hjá spámönnum Gamla testa-
mentisins verða mörg boðorð fyrir, sem eru svo tímabær enn þann
dag í dag, að þau mætti engu síður nota en tíu boðorðin til þess
að ákvarða kröfu kærleiksboðorðsins í öllum að tæðum. Enda eru
slík boð iðulega notuð í boðun kirkjunnar í stað hinna tíu. En
samt er staða hinna tíu boða í Fræðunum ekki tilviljun. Þau eru
fremst og efst í lögum Móse og hafa þannig einstæðan sess í
Gamla testamentinu. Og innihald þeirra er svo frum-mannlegt,
að það væri erfitt að finna önnur, er tekið gætu sæti þeirra. Þeg-
ar Jesús og Páll vildu túlka tiltekin viðhorf kærleiksboðorðsins,
notuðu þeir og þessi boðorð, en önnur stundum. Hin tíu böðorð
eru svo vel fallin til þess að gera hin mörgu viðhorf kærleiksboð-
orðsins ljós, í mismunandi aðstæðum jarðlífsins, að það er næg
rök fyrir stöðu þeirra í barnafræðunum.
En muna verður, að þau eru þar aðeins sem lifandi dæmi um
tilteknar myndir kærleiþskröfunnar. Þau verða að skoðast í ó-
mælisfleti hennar. Annars verða þau aðeins meðfærilegur siða-
lærdómur, sem menn geta stælt með eiginelska sjálfsánægju sína,
en ekki tjáning á Guðs lögum. Guðs lög eru kærleikans lög og sem
slík aldrei meðfærileg. Krafa kærleikans er óendanleg.
En þetta þýðir ekki, að vér séum laurir boðanna. Þau eru ekki
ómeðfærileg þannig, að þau leggi fyrirfram hendur í skaut. í
þeim skilningi eru verk kærleikans ekki óframkvæmanleg. Þau
verk, sem hann krefst, eru algeng, jarðnesk verk í algengum að-
stæðum daglegs lífs. Kærleiksboðið er ekki óframkvæmanlegt í
þeim skilningi, að það heimti afrek, sem ekki eru á færi mann-
legra krafta. Það gerir það alls ekki. Það krefst ekki yfirmann-
legra stórdáða, heldur eintómra, algengra, hversdagslegra við-