Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 41

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.1998, Page 41
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 1998 39 Mamma var snillingur Á þessum árum komu mjög margir Færeyingar til Islands með okkur. Get ég fullyrt að á þessum árum hefði ekki verið hægt að fullmanna Ólafsvíkurflotann án Færeyinganna, enda var það þannig að á hverjum bát voru þeir þrír til fjórir. Þar sem svo margir Fær- eyingar dvöldu í Ólafsvík þá var alltaf mikill gestagangur á heimili oidt- ar. í landlegum og helgarfríum var setið við borð í hollum oft þrisvar til fjórum sinnum og borðaður færeyskur matur sem Maríanna móðir mín var snillingur í að út- búa. Mamma tók öllum vel og skipti þá engu máli af hvaða þjóð- erni menn voru, enda sagði hún oft að “þar sem er hjartarúm, þar er líka húsarúm”. Maríanna og Karl Mortenssen. Fyrsti dagurinn Að lokum vil ég minnast fyrsta dagsins í Ólafsvík, Eg var eins og vanalega í fótbolta í garðinum fyr- ir utan okkar fyrsta heimili sem var í Vilborgarhúsi. Þá komu tveir strákar og ein stelpa og gáfu sig á tal við mig en þar sem ég skildi ekkert gerðum við okkur skiljan- leg með einskonar fingramáli. Þessir fyrstu vinir mínir voru og eru enn Flermann Magnússon , Trausti bróðir hans og Kristín Guðmunds- dóttir sem síðar varð konan mín. Eg vil að lokum þakka öllum íbúum Ólafsvíkur fyrir sérstakan hlý- hug í garð þeirra Færey- inga sem til Ólafsvíkur komu. Bestu sjó- mannakveðjur til allra og megi al- mættið halda verndarhendi yfir öllum til sjós og lands. Óska öllum sveitungum mínum og sjómönnum til hamingju með daginn! Sendum öllum sjómönnum og fjölskyldum þeirra bestu óskír í tilefni Sjómannadagsíns! FISKBÚÐIN HAFRÚN Skipholt 70, Reykjavík Sími: 553 0003 ICEDAN H/F ÚTGERÐARVÖRUR Óseyrarbraut 4 • Hafnarfirði Sími: 565 3950 • fax: 565 3952 Magnús Sigurðsson

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.