Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 40

Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 40
Ekki sést í toppa trjánna með góðu móti. Trjásafnið geymir söguna Þegar gengið er frá nýja bílastæðinu niður í trjásafnið f Mörkinni á Hallormsstað er tignarleg lindifura, sem er álfka brei.ð og hún er há, eitt það fyrsta sem mætir manni. Samt er hún ágætlega há- vaxin, enda rétt tæplega hundrað ára gömul, sprottin upp af fræi sem Christian Flensborg sáði með aðstoð músa. Reyndar var þáttur músanna í ræktunarstarf- inu sá að finna fræjunum annan stað en sá ágæti skógfræðingur Christian Flensborg hafði upphaflega fyrirhugað þeim. Þegar maður virðir fyrir sér þær ágætu Iindifurur sem sprottnar eru upp af þessu sam- starfi músa og manna þá hvarflar að manni sú spurn- ing hvort mýs standi e.t.v. skógfræðingum á sporði í skógrækt. Á þeim tíma bjuggu flestir íslendingar enn í torfhúsum og höfðu aldrei séð tré. Svo er gengið um súlnahlið einhverra fallegustu lerkitrjáa landsins að blágreninu frá 1905. Öll eru þessi tré svo hávaxin að toppar þeirra sjást ekki með góðu móti. Eitt þeirra var um langt árabil hæsta tréð á íslandi og góðir grenilundir eru vaxnir upp af fræi sem það gaf af sér fyrir 50 árum. Það voru þessi tré sem á fjórða áratug síðustu aldar gáfu Guttormi Páls- syni, Agnari Kofoed-Hansen og Hákoni Bjarnasyni til kynna að víst væri hægt að rækta skóg til timburnytja á íslandi. íslendingar voru þá óðum að flytja úr torf- bæjum sínum, en fyrir utan lítinn hóp sérvitringa sem nýlega var búinn að stofna Skógræktarfélag íslands, voru þeir enn með það á hreinu að ekki yxu tré á fs- landi. Aðeins lengra á vinstri hönd er fjallafurulundur, kræklóttur og lágvaxinn samkvæmt náttúru fjallafuru og athyglisverður vitnisburður um svartsýni eða öllu heldur varkárni Dananna sem stóðu fyrir fyrstu gróð- ursetningu barrtrjáa. E.t.v. var hún hugsuð sem trygging; ef allt annað dræpist væri hin runnkennda og ofurharða fjallafura þó líklegust til að þrauka. Á hægri hönd eru svo fjallaþinir frá Klettafjöllum Colorado, gullfallegir en toppar þeirra eiga til að fjúka af f hvassviðrum nú þegar þeir eru vaxnir vel upp fyrir birkiskóginn. Eru þeir til marks um bjartsýni ein- stakra manna sem gróðursettu þá á kreppuárunum þegar flestir höfðu fullt í fangi með að hafa f sig og á. Næst er gengið um blandaðan skóg lerkis frá Sovét- ríkjum Evrasíu og þallar frá Bandaríkjum Norður-Am- eríku. Trén voru gróðursett á sjötta áratug 20. aldar þegar kalt strfð var í algleymingi milli upprunalanda þeirra og tortfming af völdum kjarnorkustyrjaldar virt- ist alls ekki fjarlægur möguleiki. Sfðan hefur gengið á ýmsu í samskiptum stórveldanna en lerkið og þöllin hafa ætíð lifað í sátt og samlyndi á Hallormsstað og virðast hvorki gera sér grein fyrir uppruna sínum né skrýtinni pólitík mannanna. Á þessum tíma bjuggu nánast engir íslendingar lengur í torfbæjum og allstór hópur var farinn að viðurkenna að tré gætu vaxið á ís- landi en fæstir trúðu því þó að þau yrðu nokkurn tíma mjög stórvaxin. Á svipuðum tfma var öngum af þeim fslensku blæöspum, sem þá voru þekktar, safnað og komið fyr- ir á einum stað sem nú er við göngustíginn skammt ofan við Neðstareit í trjásafninu. E.t.v. var þetta fyrsta dæmið um meðvitaða ex situ (utan uppruna- staðar) verndun erfðalinda í íslenskri skógrækt. Ná- Iægt öspunum eru gamlar skógarfurur; þær einu sem einhverra hluta vegna urðu ekki fyrir barðinu á furulúsinni sem drap flestar skógarfurur landsins fyrir og eftir 1960. Þegar komið er niður f Neðstareit blasir við hópur alskaaspa sem nú eru um fimmtugt. Þær sem eftir urðu í uppeldisbeðunum eru nú einhver hæstu og 38 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.