Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 47
Mynd 7. Lúpínan, öndvegisjurtin væna.
tiiékálúþínanr
.. '■ " ' :>
Alaskalupínmjs0ip,dve0Í$ jurt
sem ætti að lofa?vg*peísa. I
t)mhvéefjsúorndarmehn vilja'na burt
oi) vanþómufn mikilli lýsd\
j v *v* Jfspr, * <
Þó gerir hún örfoha eyðisand
og urðir að frjósömum reitum
og undirbýr vel ohhar dgæta land
til dtaka í hrjóstrugum sveitum.
Hún er ágætur íslenshur þegn
með alveg magnaðar rætur.
í auðninni er henni ekki um megn
að annast jarðvegsins bætur.
Á sumrin er grænt hennar geislandi glit
j)ó geti það valdið fári,
að hún beri himinsins heiðbláa lit
hálfan mánuð á ári.
Mynd 8. Við hliðið í
Másstaðabyrgi, þar
sem kvenfélagið hef-
ur unnið ötullega að
ræktun um áratuga-
skeið.
Félagsmál og kveðskapur
Við fórum saman á aðalfund á
Egilsstöðum, nokkrir Borgfirðing-
ar og fleiri héðan af Vesturlandi.
Það hafði verið orðrómur um
það, að á fundinum yrði lúpínan
tekin á beinið. Á leiðinni austur
gistum við á Hörgslandi á Síðu.
Ég orðaði það við Ágúst Árnason
í Hvammi að nú yrðum við að
verja lúpínuna. „Þá verður þú að
yrkja", sagði Gústi. Ég settist því
niður um kvöldið og fór að setja
eitthvað niður á blað. í störfum á
Mynd 9. í Hofsstaðareit hefurtrjá-
gróðri vegnað vel og er þar orðinn
mikill unaðsreitur. Fyrirhugað erað
stórbæta aðstöðu og gera hann að
Opnum skógi á næsta ári.
fundinum lenti ég í nefnd þar
sem var einhver ályktun um
lúpínuna. f nefndinni var þrasað
og þrasað og klukkan var að
verða hálf tólf. Ég bað þá um að
fá að fara með kvæði, var reyndar
ekki búin að slípa þetta alveg til.
Sá sem átti að flytja tillöguna
bað mig svo að flytja ljóðið aftur
daginn eftir þegar tillögurnar
yrðu bornar undir fundinn. Þetta
gerði ég og síðan hefur aldrei
verið minnst á lúpínu á fundum
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
45