Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 70
sitkagreni verið plantað 1949. Það hefir örugg-
lega verið kvæmið CRV (=Copper River Valley).
Næst er sitkagreni gróðursett þar 1956 (83 plönt-
ur) og 1957 (360 plöntur). „Landsúttekt" gefur
upp við 35 ára aldur yfirhæð 9,00 og meðalár-
vöxtur 5,0 m3. Glæsilegt.
Rauðgreni er fallegt þarna, þar sem það vex í
skjóli sitkagrenis.
Tunguskógur
Sitkagrenið er glæsilegt þarna, sums staðar
finnst manni hann vera kominn í timburskóg. En
rauðgrenið er þar mun lakara.
Stafafuran, sem var ljómandi falleg þarna ung
1982, hefir farið afar illa af snjóbroti. Væri mikils-
vert að grisja hana og taka burt lemstraða og
skakka stofna.
Bæði svæðin eru orðin mjög tilkomumikil.
Göngustígarnir að vísu orðnir dálftið lúnir. Mikið
25. mynd ertekin af sama skjólbelti 21. ágúst 2002.
22. mynd er tekin sama dag og hin 21. inni í Tunguskógi. Hér
er rauðgreni í forgrunni, en sitkagreni aftar. Mér þykir líklegt,
að tegundirnar þarna séu jafngamlar. En ekki fer milli mála,
hvílíka yfirburði sitkagrenið hefir. Þarna standa þau hin sömu
og á 21. mynd.
23. mynd er tekin 21. ágúst 2002 af ungum skógi á svæðinu
milli Stórurðar og Tunguskógar, sem minnst er á í meginmáli.
24. mynd er tekin 9. júlí 1982 af skjólbeltinu í Holti í Önund-
arfirði.
68
SKÓGRÆKTARRiTIÐ 2003