Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 83
Landið sem gjarnan er kallað „Þúsund vatna
landið", en gæti allt eins kallast „Land skóg-
anna", var áfangastaður nokkurra skógræktar-
manna frá íslandi f sumarbyrjun ársins 2003.
Hópurinn fór til Finnlands á ráðstefnu Nor-
ræna skógarsambandsins, NSU (Nordisk
skovunion), sem stóð 16. - 19. júní. Sambandið
skipa 5 Norðurlandaþjóðir, Finnland, Svfþjóð,
Noregur, Danmörk og fsland.
NSU stendur fyrir slfkum ráðstefnum fjórða
hvert ár. Þá hittast skógræktarmenn frá þessum
bræðraþjóðum, bera saman bækur sfnar og
skiptast á skoðunum. Reynt er að varpa ljósi á
helstu strauma og áherslur í skógrækt og dag-
skráin gjarnan krydduð með listrænum viðburð-
um. Þá er boðið upp á fjölbreyttar skoðunarferð-
ir. Að þessu sinni voru a.m.k. 14 ferðir í boði.
íslendingar hafa ekki enn staðið fyrir NSU-þingi
en hlotnaðist þó sá heiður að vera gestgjafar á
samkomu árið 1996, í tilefni 50 ára afmælis sam-
bandsins. Þótti hún takast með miklum ágætum
og er auðvitað vísir þess sem koma skal.
Sumir hafa á orði að íslendingum lyndi líklega
hvað best við Finna af Norðurlandaþjóðunum.
En hvað sem þeim vangaveltum lfður, þekkja
fremur fáir íslendingar mikið til lands þeirra og
þjóðar. Það er því ekki úr vegi að reifa nokkrar
staðreyndir.