Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 86

Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 86
Lokaályktun ráðstefnunnar: Ráðstefnan er sammála um það, að skógana eigi að umgangast og nýta, með langtímamarkmið að leiðarljósi og á sjálfbæran hátt, þar sem tekið verði tillit til efna- hagslegra, vistfræðilegra og samfélagslegra sjónarmiða. Vakin er athygli á mikilvægi norrænu skóganna fyrir fbúana, sem nýta þá á margvíslegan hátt. Mikilvægi skóg- anna sem útivistar- og búsvæða fer stöðugt vaxandi. Hagsmunaaðilar í skógrækt á Norðurlöndum vilja axla þá ábyrgð, sem felst í kröfunni um að sú endurnýjanlega auðlind, sem skógurinn er, verði nýtt á sem bestan hátt. Þeir vilja því stuðla að almennri og víðtækri umræðu um málefnið. Markmiðið er, að þessi auðiind verði virkjuð með sem skynsamlegustum hætti. Fullt tillit verði tekið til nýtingar skógarins, þeirra samfélagslegu gæða sem í honum fel- ast og ekki síst þeirrar líffræðilegu fjölbreytni og endur- nýjunarmáttar sem er að finna í hinum margbreytilegu norrænu skógum. Mannfjölgun á jörðinni er hraðfara og kallar á æ meira magn hráefnis og vöru. Félagsleg vandamál verða meira áberandi og bregðast þarf við auknu álagi á umhverfið og náttúruna. f skógrækt og skógariðnaði felast miklir möguleikar til lausna margra vandamála á þessu sviði. Skógurinn sem endurnýjanleg auðlind skiptir okkur því öll miklu máli. „Hin fjölþœttu gildi skógarins" munu þvf gegna stóru hlut- verki í sameiginlegri framtfð jarðarbúa. Stjórn NSU ásamt mökum. Fremst sitja: Til hægri jan Heino, formaður Finnlandsdeildar og forseti NSU frá 1998-2002, ásamt eiginkonu og núverandi forseta sambandsins t.v., Svíanum Björn Sprangare. í tengslum við heimsóknina fengum við systurfélag okkar í Finnlandi „Finska Forstför- eningen" „Suomen Metsayhdistys" til þess að skipuleggja tveggja daga skoðunarferð, sem gaf okkur færi á því að kynnast skógrækt í Finnlandi. Þá fór hópurinn til Raivola í Rússlandi, ásamt 50 manns víðs vegar frá Norðurlönd- unum. Dagskrá þeirrar ferðar var reyndar einnig skipulögð með hliðsjón af óskum okkar. Á heimleiðinni var komið við í Must- illa-trjásýnisafninu í Suður-Finnlandi. Þegar komið er til Finnlands fer ekki á milli mála að þar rfkir uppgangur og bjartsýni. Æv- intýrið um Nokia-fyrirtækið, sem lengst af framleiddi gúmmístígvél, en breyttist á örfá- um árum f eitt öflugasta hátæknifyrirtæki í heimi, er vel þekkt og kom Finnum sannar- lega í samband við umheiminn. Þó ber að hafa í huga að velgengnin hefur ekki einvörðungu komið til af framleiðslu far- síma. Skógurinn hefur löngum verið jafn mikilvægur Finnum og fiskurinn okkur íslend- ingum. Við fall Sovétríkjanna breyttust for- sendur áratuga efnahags- og markaðslegra tengsla. Þetta leiddi til mikillar uppstokkunar í Finnlandi, sem bitnaði harkalega á iðnaði. Þegar haft er f huga að atvinnuleysi fór yfir 20%, á þrengingatímum árin 1991-1994, er ótrúlegt að verða vitni að þeim miklu um- skiptum sem hafa orðið í Finnlandi á örfáum árum. Á íslenskan mælikvarða er enn um töluvert atvinnuleysi að ræða en efnahagsá- standið hefur gjörbreyst. Þessar miklu hrær- ingar höfðu engu að síður þau áhrif að Finnar tóku langstökk inn í 21. öldina. Finnar hafa þótt meðal fremstu þjóða f skógrækt og iðnaðartengdri vöruþróun en voru þó taldir standa Svfum og Kanadamönn- um nokkuð að baki. Á sfðustu 10 árum hafa þeir hins vegar skotið þessum þjóðum ref fyr- ir rass og eru nú komnir með töluvert forskot. Skógariðnaður hefur blómstrað og finnsk fyr- irtæki stóreflst. Það er margt sem hefur haldist í hendur, m.a. hefur framleiðni aukist og áhersla á stöðluð og skipulögð vinnubrögð hefur verið í fyrirrúmi. Svo kölluð vottuð skógrækt hefur verið innleidd en það var einmitt hún sem Finnar voru uppfullir af og áhugasamir um á afmælisþingi NSU á íslandi 1996, sem áður er getið. 84 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.