Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 91

Skógræktarritið - 15.10.2003, Síða 91
Hátindur ferðarinnar - Raivolalerkið Hápunktur ferðarinnar var án efa heimsóknin í lerkiskóginn við Raivola. Ástæða þess að við Iögðum áherslu á að komast þangað er einföld. Bróðurpartur- inn af því lerki sem hefur verið gróðursett síðustu þrjá áratugina á íslandi á ættir að rekja þangað. Þegar við stóðum frammi fyrir þessum stóru trjám kann að vera að einhverjir hafi séð fyrir hug- skotssjónum sfnum, skógar- myndina sem smám saman er að koma fram á Fljótsdalshéraði. Óðum fækkar þó trjánum sem sáð var til í Raivola árið 1738. En það var fleira sem lokkaði okkur á þennan stað. Tilurð skóg- arins á sér heillandi og sérstæða sögu. Pétur mikli Rússlandskeisari var upphafsmaðurinn að ræktun lerkisins í Raivola. Tilgangurinn var sá að skapa hráefni svo efla mætti skipaflota keisaradæmis- ins. Ráðinn var þýskur skógfræð- ingur, Fockel að nafni. Hann fékk fyrst þann starfa að safna fræi af úrvals lerkitrjám í Arkangelskhér- aði. Þar var að finna vesturmörk útbreiðslusvæðis lerkisins. Tók það hann hvorki meira né minna en 8 ár að finna og safna ákjósan- legu fræi. Því var síðan sáð hér við Finnska flóann, skammt frá ströndinni. Þaðan var stutt að fara til þess að koma efninu til vinnslu fyrir skipasmíðina. Þegar fram liðu stundir kom í Ijós að vandaður undirbúningur Fockels skilaði sér. f Raivolalund- inum óx afburðaskógur með beinvöxnum, hraðvaxta trjám. Þetta varð til þess að víða í Finn- landi og Svíþjóð var komið á fót fræreitum af stofni Rai- volatrjánna, gagngert til þess að framleiða úrvalsfræ til skógrækt- ar. Þessa framtaks höfum við not- ið á íslandi á síðustu áratugum, sem fyrr er getið. En það er fleira í sögunni sem tengist Raivola. Margir Finnar halda því statt og stöðugt fram að lundurinn hafi verið megin- orsök Vetrarstríðsins. Stalín hafi fyrst og fremst haft áhuga á að tryggja öryggi Leningrad og þvf verið tilbúinn að semja um landaskipti við Finna, frá Kirjálaeiði að Viborg en í staðinn láta Finnum eftir land norðan Ladoga. A.K. Cajander, skóg- fræðiprófessor og þáverandi forsætisráðherra, gat ekki hugsað sér að láta Rússa hafa hina skóg- fræðilegu gersemi og því fór sem fór. Það er óneitanlega mögnuð til- finning að koma í Raivolaskóg- inn. Þangað ættu skógareigend- ur á Fljótsdalshéraði að fjöl- menna umfram aðra. Kannski leið okkur eins og Vestur-íslend- ingum sem eru að heimsækja „Gamla landið" fyrsta sinni. Rússneskir leiðsögumenn tóku á móti hópnum við lundinn, þar sem tilkomumikið hlið markar innganginn. Hér eru góðir og breiðir skógarstfgar. í fyrstu geng- um við um blandskóg af furu, lerki og lauftrjám. Þegar við nálg- uðumst Lindulovskaja-ána, sem liðast lygn um ásana, var lerkið víðast orðið allsráðandi. Bolirnir eru fremur grannir, miðað við hve hátt þeir teygja sig. Hæstu trén eru um 50 metra há. Sjá má tré sem eru við það að ramba af rótinni. Þau hafa greini- lega orðið fyrir áfalli í einhverju stórviðrinu. Það er ýmislegt sem á daga þeirra hefur drifið síðustu hálft þriðja hundrað árin. Veturinn 1940 var háður hildar- leikur hér í skóginum þegar Rúss- um, með mikið ofurefli liðs, tókst að brjótast í gegnum Manner- heim-víglínuna og að lokum að hernema Viborg. Þetta gekk ekki þrautalaust. Frostið fór sjaldan undir 40 gráður, olían fraus í skriðdrekum og öðrum farartækj- um, byssurnar stóðu á sér og her- magnið vantar. Rússalerkið er stórvaxið í saman- burði við mannfólkið. mennirnir voru vanbúnir og lftt þjálfaðir. Finnar vörðust með skæruhernaði og sýndu ótrúlegt baráttuþrek. Georgi V. Prusakov, rússneskur hermaður sem tók þátt í þessum bardögum, lýsti þessu svo: „Það sem mér er efst í minni er vanhæfni og getuleysi fiersins gagnvart örfáum Finnum. Þeirsýndu okkurí raun umfram allt annað hvernig á að berjast". Herdeild Prusakovs hafði upp- haflega á að skipa 764 mönnum en í lokin stóðu uppi 136 menn og þar af margir særðir og/eða illa kalnir. f lok skoðunarferðarinnar þökk- uðu íslendingarnir fyrir sig með þvf að syngja lag, tileinkað lerkitrjánum í Raivolalundinum, sem eiga svo marga afkomendur vestur f miðju Atlantshafi. að víða farið að halla Her ma s a undan fæti hjá þessum lerkiöld- ungum. Stöðugt eru tré að falla um koll í stormum. Þátttakendur spurðu rússnesku leiðsögumennina með aðstoð túlks spjörunum úr um ýmislegt er varðar sögu og vöxt skógarins Greinilegt var að rússneskir kollegar okkar höfðu mikinn áhuga á því að efla samstarf um varðveislu lundarins en eftir því sem við skildum þá nýtur hann einhverskonar friðunar en fjár Ain Lindulovskaja rennur lygn og stillt og ekki er straumköstum fyrir að fara. Við upphaf ferðar um Raivolalundinn Finnskur fararstjóri og túlkur ásamt rússneskum gestgjöfum. 88 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003 89
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Skógræktarritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.