Skógræktarritið - 15.10.2003, Page 96
Einar Gunnarsson
Skógræktarárið 2002
Plöntuframleiðsla og gróðursetning.
Óhætt er að segja að árið 2002 sé merkilegt ár í
liðlega aldarlangri sögu skógræktar á íslandi.
Nýtt gróðursetningamet var slegið þegar fimm
milljón plantna múrinn var rofinn. Alls voru
gróðursettar 5.351.453 plönturen meðaltal síð-
ustu tíu ára á undan eru rétt liðlega fjórar millj-
ónir plantna. Árið er því fjórðungi yfir meðalári.
Þess er þó vart lengi að bfða að metið verði sleg-
ið. Hin nýju landshlutabundnu skógræktarverk-
efni eru nú að komast á fullan skrið og gróður-
setning á þeirra vegum á eftir að fara vaxandi.
Greiðlega gekk að ná saman tölum um fjölda
gróðursettra plantna. Öllu harðsóttara var að fá
upplýsingar frá öllum gróðrarstöðvum, en auk
Skógræktar rfkisins skiluðu fjórtán gróðrarstöðv-
ar gögnum.
Stærð gróðrarstöðva er ákaflega breytileg. Þrjár
gróðrarstöðvar seldu meira en hálfa milljón
plantna árið 2002 og fjórar gróðrarstöðvar seldu
á milli tvö hundruð- og þrjúhundruð og sextfu
þúsund plöntur.
Mikill fjölbreytileiki einkennir skógræktarstarf á
fslandi og liðlega þrjátíu tegundir eru tilgreindar,
auk þess sem liðurinn aðrar tegundir inniheldur
allmargar tegundir sem gróðursettar eru í litlum
mæli. Um 80% gróðursettra plantna eru af teg-
undunum rússalerki, birki, sitkagreni eða
hvítsitkagreni, stafafuru og alaskaösp.
Gæðamál skógarplantna hefur nokkuð borið á
góma undanfarið. Því er stundum slegið fram að
fremur beri að hugsa um gæði en magn. Við rýni
í þessar tölur er þó ekkert sem styður þá tilgátu
að magn komi niður á gæðum.
Trjáfræ
Hér eru birtar tölur frá Skógrækt ríkisins og
Landgræðslu ríkisins. Auk þessa er talsverðu
magni safnað á vegum einstaklinga, skógræktar-
félaga og gróðrarstöðva en upplýsingar um það
liggja ekki fyrir.
Jólatré
Enn dregur lftillega úr fjölda íslenskra jólatrjáa
á markaðnum. Þó ber að slá þann varnagla að
aukin ásókn f að velja tré f skógi leiði að lfkind-
um til slælegri skráningar. Þá er líklegt að æ fleiri
höggvi tré úr eigin ræktun.
Viðarframleiðsla
Aðeins fengust tölur frá Skógrækt ríkisins um
seldar viðarafurðir. Sala þessara afurða vex hægt
en örugglega og tveir vöruflokkar bætast nú við;
fiskhjallatrönur og viðarkol. Líklegt er að nokkur
skógræktarfélög fari nú að láta að sér kveða á
þessum markaði.
Að lokum er öllum.sem veittu upplýsingar um
starfsemi á þeirra vegum, færðar bestu þakkir fyr-
ir greinargóð svör.
94
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003