Skógræktarritið - 15.10.2003, Blaðsíða 104
„Brúarvísu" Hofdala (ónasar:
skagfirskt blóð er í þeim öll-
um,
sem elska fljóð og drekka vín“.
Því næst bað hann Guðmund
L. Friðfinnsson, skáld á Egilsá, að
koma og og taka við heiðursskjali
fyrir skógræktarstörf. Guðmundur
er 98 ára gamall en mjög ern og
flutti þakkarræðu sem seint mun
gleymast þeim sem á hlýddu.
M. a. sagði hann frá því að þegar
hann byggði nýjan bæ á Egilsá
árið 1937 og ákvað „að leggja
nærri hálfa dagsláttu af túni und-
Frá kvöldvöku í Miðgarði: Guðmundur L Friðfinnsson heiðraður.
Sigurður Blöndal, fyrrverandi
skógræktarstjóri, kvaddi sér
næstur hljóðs. Sagði hann frá því
að árin 1977-1982 hefði hann
komið í lok nóvember ár hvert að
Hólum til þess að velja þar jóla-
tré í skógræktargirðingunni með
nemendum Bændaskólans. Rós-
berg G. Snædal skáld var þá
kennari við Barnaskólann á
staðnum. Þeir Sigurður voru góð-
kunningjar frá því Sigurður var í
Menntaskólanum á Akureyri.
Rósberg tók upp þann sið að
gauka vísum að Sigurði í hverri
heimsókn á Hóla. Sigurður flutti
nú nokkrar þeirra við mikla kátínu
viðstaddra. Til gamans eru tvær
þeirra birtar hér:
Hólastóls inn í heilög vé
með höggum og slögum Blön-
dal sté.
Fagur meiður að foldu hné;
furu-, greni- og eikartré.
Hann er plága í Hjaltadal
hérna brá hann ljánum.
Heggur sá er hlífa skal
Hóla smáum trjánum.
Þá var haldið á svæði Alda-
mótaskógarins á Steinsstöðum.
Þar voru gróðursett 70 tré, gjöf
skógræktarfélaganna til Skóg-
ræktarfélags Skagafjarðar í tilefni
70 ára afmælis þess. Einnig voru
gróðursett nokkur falleg tré sem
hjónin Páll Samúelsson og Elín
ióhannesdóttir gáfu af þessu
sama tilefni. Elín á ættir að rekja
til Steinsstaða.
Veitustofnun Skagafjarðar
bauð mönnum upp á sannkallað-
an orkudrykk sem kemur úr einni
borholu stofnunarinnar að þeirra
sögn.
Kvöldvaka
Um kvöldið var hátíðarkvöld-
verður og kvöldvaka í Miðgarði.
Boðið var upp á ljúffengar kræs-
ingar og frábæra dagskrá.
Veislustjórarnir, Skagfirðing-
arnir Gunnar Rögnvaldsson og
Jón Hallur Ingólfsson, stjórnuðu
borðhaldinu af skörungsskap og
fóru á kostum f söng og spaugi.
Jóhann Már Jóhannsson stórten-
ór og sauðfjárbóndi söng við
mikil fagnaðarlæti og Geirmund-
urValtýsson stjórnaði fjölda-
söng.
Magnús Jóhannesson formaður
ávarpaði veislugesti á léttu nót-
unum. M.a. sagðist hann hafa
áttað sig á því að í honum rynni
skagfirskt blóð. Því til sönnunar
vitnaði hann í lokahendingarnar í
102
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2003